Birnir nýr meðlimur LXS

Nýjasti meðlimur LXS hópsins.
Nýjasti meðlimur LXS hópsins. Samsett mynd

Raun­veru­leika­stjörn­urn­ar og vin­kon­urn­ar í LXS-hópn­um, þær Birgitta Líf Björnsdóttir, Sunn­eva Eir Ein­ars­dótt­ir, Magnea Björg Jóns­dótt­ir, Ástrós Trausta­dótt­ir, Hild­ur Sif Hauks­dótt­ir og Ína María Ein­ars­dótt­ir hafa varla farið framhjá neinum síðustu ár en nú bætist óvæntur leikmaður í hópinn. Nýi meðlimurinn er enginn annar en rapparinn Birnir, sem hefur formlega gengið til liðs við skvísurnar og það með heldur óhefðbundnum hætti.

Á mánudaginn ákvað Birnir að ganga til liðs LXS með því að fá sér húðflúrið „LXS“ í lófann. Þetta er óvenjuleg leið til að skrifa undir samning en tónlistarmaðurinn knái er vanur að fara sínar eigin leiðir.

Birnir sýnir nýjasta húðflúrið.
Birnir sýnir nýjasta húðflúrið. Skjáskot/Instagram

Skýtur á gagnrýnendur

Í lok síðasta mánaðar gaf Birnir út plötuna Dyrnar þar sem eitt lagið ber heitið LXS. Í textanum vísar hann á beinskeittan hátt til LXS-stelpnanna og segir meðal annars:

„Eins og LXS-stelpurnar að ganga frá ykkur,“ sem hefur verið túlkað sem létt skot á þá sem gagnrýnt hafa hópinn.

Birgitta Líf, einn af meðlimum hópsins, birti myndband á TikTok þar sem tilkynnt var um nýjasta leikmann hópsins. Skvísurnar og Birnir fögnuðu svo áfanganum á barnum Nínu þar sem þau skáluðu fyrir nýjum kafla.

@birgittalif A hot new bombshell just entered the villa?!? 💎💅🏼 @birnir3 @LXS ♬ original sound - LXS
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir að taka af skarið. Ekki bíða eftir réttu augnabliki. Smá skref í rétta átt getur breytt öllu. Treystu þinni innri rödd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir að taka af skarið. Ekki bíða eftir réttu augnabliki. Smá skref í rétta átt getur breytt öllu. Treystu þinni innri rödd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir