Stjörnukokkur fannst látinn á heimili sínu

Anne Burrell var vinsælasti kokkurinn á sjónvarpsstöðinni Food Network.
Anne Burrell var vinsælasti kokkurinn á sjónvarpsstöðinni Food Network. Skjáskot/Instagram

Anne Burrell, þekktur sjónvarpskokkur og þáttastjórnandi Food Network, lést skyndilega á heimili sínu í Brooklyn í New York þriðjudaginn 17. júní, aðeins 55 ára gömul.

Eiginmaður hennar kom að henni

Viðbragðsaðilar voru kallaðir að heimili hennar um klukkan 7:50 að morgni eftir að eiginmaður hennar, Stuart Claxton, fann hana meðvitundarlausa á baðherbergisgólfinu. Burrell var úrskurðuð látin á vettvangi og er talið að hún hafi fengið hjartaáfall. Nákvæm dánarorsök verður þó staðfest eftir krufningu.

„Anne var ástkær eiginkona, systir, dóttir, stjúpmóðir og vinur. Bros hennar lýsti upp hvert einasta herbergi sem hún gekk inn í. Hlýja hennar og ómælanleg ást hennar mun lifa áfram,“ sagði fjölskylda Burrell í yfirlýsingu.

Hafði mikla ástríðu fyrir matargerð frá ungum aldri

Burrell var einn vinsælasti kokkurinn á sjónvarpsstöðinni Food Network og hennar þekktustu þættir eru meðal annars Worst Cooks in America og Secrets of a Restaurant Chef. Hún kom einnig fram í fjölmörgum öðrum vinsælum þáttum eins og Iron Chef America, Chef Wanted og Chopped.

Burrell hafði mikla ástríðu fyrir matargerð frá ungum aldri, en hún lærði fagið í Culinary Institute of America og starfaði síðar sem kennari við Institute of Culinary Education í New York.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir breytingu. Ekki bíða eftir fullkomnu tækifæri. Smá skref í nýja átt getur haft meiri áhrif en þú heldur. Fylgstu með hvað kallar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir breytingu. Ekki bíða eftir fullkomnu tækifæri. Smá skref í nýja átt getur haft meiri áhrif en þú heldur. Fylgstu með hvað kallar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir