Viktoría rakst óvænt á Harry Styles

Viktoría Kjartansdóttir gerði sér glaðan dag og fór til Lundúna.
Viktoría Kjartansdóttir gerði sér glaðan dag og fór til Lundúna. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Viktoría Kjartansdóttir fór nýverið í sólarhringsferð til Lundúna til að sjá söngkonuna Beyoncé á tónleikum. Ferðin tók þó óvænta stefnu þegar hún sá tónlistarmanninn Harry Styles rölta rólega um götur borgarinnar, eins og hver annar íbúi Lundúna.

Daglegt brauð

Viktoría var stödd í leigubíl á leið á tónleikana og var í þann mund að taka myndband til að sýna frá ferðinni á TikTok þegar Styles gekk fram hjá. Hún varð algjörlega orðlaus þegar Styles gekk fram hjá bílnum. Fólkið í kring virtist aftur á móti ekki gera mikið úr þessu, líkt og slíkt væri daglegt brauð í borginni.

Hefur komið sér vel fyrir

Styles hefur síðustu misseri verið duglegur að njóta hversdagsins í Lundúnum. Hann hefur sést hjóla um miðbæinn, fá sér kaffi og sætabrauð og borða á veitingastöðum í rólegheitum. Klæðaburður hans er afslappaður, með áherslu á þægindi frekar en tískuyfirlýsingar - hettupeysur, víðar buxur og derhúfur eru algengir valkostir hans.

Hér fyrir neðan má sjá myndböndin sem Viktoría birti frá þessari eftirminnilegu ferð:

@viktoriakjartansd2

I would like to thank Beyoncé

♬ YA YA - Beyoncé



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tími er kominn til að klára það sem þú hefur byrjað. Ekki fresta frekar. Smá aðhald og skýr forgangsröðun getur opnað fyrir meiri orku og árangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tími er kominn til að klára það sem þú hefur byrjað. Ekki fresta frekar. Smá aðhald og skýr forgangsröðun getur opnað fyrir meiri orku og árangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir