Drake opnar sig um spilafíkn

Drake opnaði sig um spilafíkn sína í færslu á Instagram.
Drake opnaði sig um spilafíkn sína í færslu á Instagram. AFP

Rapparinn Drake opnaði sig við fylgjendur sína á Instagram um spilafíkn sína. Drake er einn vinsælasti rappari í heimi og hefur unnið fjölda verðlauna fyrir tónlist sína. 

Drake deildi skjáskoti með fylgjendum sínum sem sýnir hversu miklu hann hefði eitt í veðmál og hversu miklu hann hefði tapað.

Skjáskot/Instagram

Samkvæmt myndinni hafði hinn 38 ára gamli tónlistarmaður tapað samtals 8.238.686 dölum sem samsvarar um einum milljarði íslenskra króna. Drake eyddi 15 milljörðum íslenskra króna í veðmál í þessum mánuði.

Í færslu Drake segir: „Ég verð að deila hinni hliðinni á spilamennskunni... tapið er svo brjálað núna.“ Í framhaldinu sagðist Drake vona að heppnin myndi snúast honum í vil fljótlega.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Drake sýnir fylgjendum sínum frá spilafíkn sinni. Fyrr á þessu ári vann hann 630 þúsund dali í veðmáli um að Baltimore Ravens myndu sigra Pittsburgh Steelers í NFL-leik í janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvíld er lykillinn að betri nýrri viku. Ekki láta þig sannfæra um að þú þurfir að vera sífellt í gangi. Það er hugrekki í því að hvíla sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Anna Rún Frímannsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvíld er lykillinn að betri nýrri viku. Ekki láta þig sannfæra um að þú þurfir að vera sífellt í gangi. Það er hugrekki í því að hvíla sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Anna Rún Frímannsdóttir