Þegar Lee Child sendir frá sér glæpasögu með Jack Reacher í aðalhlutverki má bóka mikla spennu, spillingu, slagsmál, jafnvel töluvert ofbeldi en umfram allt réttlæti.
Allt þetta er til staðar í Útverðinum, 25. bókinni um töffara töffaranna í baráttu ills og góðs, sem höfundurinn skrifaði í samvinnu við bróður sinn Andrew Child.
Söguhetjan Jack Reacher hefur aldrei brugðist og bregður ekki út af vananum, þegar hann óvænt stendur frammi fyrir tilraun til mannráns sem reynist vera í tengslum við alvarlega tölvuárás, sem hefur lamað stjórnkerfi smábæjarins í um 120 km fjarlægð frá Nashville í Bandaríkjunum. Samkvæmur sjálfum sér lætur hann til sín taka.
Ætla má að háværar umræður um kosningasvindl í Bandaríkjunum, jafnvel með aðkomu Rússa, hafi verið helsta innspýting skrifa bókarinnar. Netöryggisforritið Útvörður er hannað til að verja öryggi kosningakerfa og bandaríska alríkislögreglan telur að Rússar leggi allt kapp á að komast yfir ákveðin skjöl sem því tengjast, til að koma í veg að upp komist um rússneskan njósnara í innsta hring sköpunar forritsins.
Allt virðist vera skipulagt í þaula nema hryðjuverkamennirnir gera ekki ráð fyrir að Jack Reacher þvælist fyrir. Það eru mistök sem enginn getur leyft sér.
Jack Reacher er hokinn af reynslu og yfirleitt á hann svör við öllum vandamálum sem hann stendur frammi fyrir. Harðsvíraðir glæpamenn sem hann hittir fyrir eru yfirleitt ekki til frásagnar, og aðrar hindranir eru honum ekki óyfirstíganlegar. Ekkert stendur í vegi fyrir beljakanum nema ef vera skyldi nýjasta tölvutækni.
Eftir allt saman er hann ósköp venjulegur, fastheldinn maður sem vill nota símaskrár og handbækur frekar en fletta upp upplýsingum í tölvum og farsímum.
Formúla Lees Childs hefur gefist vel og eðlilega halda bræðurnir sig við hana. Hún getur samt verið fyrirsjáanleg og stundum mætti halda að nóg væri komið af nákvæmum lýsingum á öllu sem fyrir ber, en allt er þetta hluti af heildarmyndinni.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.