Þakkaði trans einstaklingum í ræðu sinni

Yael van der Wouden.
Yael van der Wouden. AFP/Henry Nicholls

Women’s prize í flokki skáldsagna í ár komu í hlut Yael van der Wouden fyrir frumraun sína, The Safekeep, og í flokki fræðiritahlaut breski læknirinn Rachel Clarke verðlaun fyrir bókina The Story of a Heart.

The Guardian greinir frá og segir bækurnar hafa komist á stuttlista Booker og Baillie Gifford í fyrra en hvor höfundur um sig hlýtur 30.000 pund í verðlaunafé eða um fimm milljónir íslenskra króna. Í þakkarræðu sinni upplýsti hin hollenska Van der Wouden að hún væri intersex:

„Á þessu dýrmæta augnabliki hér á sviðinu hlýt ég sannarlega mesta heiður lífs míns sem kona, að standa hér sem slík og þiggja þessi kvennaverðlaun. Ég get það vegna hvers einasta trans einstaklings sem hefur barist fyrir heilbrigðisþjónustu, breytt kerfinu, lögum, samfélagslegum stöðlum, sjálfum sér. Þau bera mig á herðum sér.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvíld er lykillinn að betri nýrri viku. Ekki láta þig sannfæra um að þú þurfir að vera sífellt í gangi. Það er hugrekki í því að hvíla sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Anna Rún Frímannsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvíld er lykillinn að betri nýrri viku. Ekki láta þig sannfæra um að þú þurfir að vera sífellt í gangi. Það er hugrekki í því að hvíla sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Anna Rún Frímannsdóttir