Fékk svar við flöskuskeyti þrjátíu árum seinna

Flöskuskeytið var hluti af verkefni um vatn.
Flöskuskeytið var hluti af verkefni um vatn. Unsplash/Scott Van Hoy

Skosk kona fékk loks svar við flöskuskeyti meira en þrjátíu árum eftir að það var sent út á sjó. Skeytið fannst í Noregi. BBC greinir frá.

Alaina Beresford, frá Portknockie í Moray í Skotlandi, sendi skilaboðin árið 1994 þegar hún var aðeins tólf ára gömul, en það var hluti af skólaverkefni.

Sjálfboðaliði sem var að hreinsa til á norskri eyju fann flöskuskeytið og sendi Alainu póstkort til að láta hana vita.

Handskrifaða bréfið var sett í Moray Cup-flösku sem er skoskur gosdrykkur.

Í bréfinu stóð meðal annars að hún væri að vinna verkefni um vatn, þannig hafi hún ákveðið að senda skilaboð í flösku. 

„Eiginmaður kennarans míns tók flöskuskeytið og sleppti því úti á miðju hafi. Þegar þú finnur þessi skilaboð, vinsamlegast skrifaðu til baka með nafni þínu, áhugamálum, hvar og hvenær þú fannst skilaboðin, og ef þú getur, smá upplýsingum um svæðið þar sem þú býrð,“ sagði Alaina í skilaboðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tími er kominn til að klára það sem þú hefur byrjað. Ekki fresta frekar. Smá aðhald og skýr forgangsröðun getur opnað fyrir meiri orku og árangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tími er kominn til að klára það sem þú hefur byrjað. Ekki fresta frekar. Smá aðhald og skýr forgangsröðun getur opnað fyrir meiri orku og árangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir