Tónlistar- og leikkonan, Elín Hall, steig á stóra sviðið á tónlistarhátíðinni Bludfest í gærkvöldi og fékk þann heiður að opna hátíðina. Bludfest, sem nú er haldin í annað sinn á The National Bowl í Milton Keynes í Bretlandi, er stofnuð af tónlistarmanninum Yungblud og hefur vakið mikla athygli, en þúsundir tónlistarunnenda sækja hátíðina frá ýmsum löndum.
Elín opnaði hátíðina með laginu sínu Heaven To A Heathen, sem fjallar um flókið ástarsamband og hvernig það er að vera slæmur elskhugi.
Hér má sjá brot frá opnunaratriðinu á TikTok:
@bludfest @Elín Hall opening BLUDFEST 2025 with Heaven To A Heathen 👼 #BLUDFEST #Festival #elinhall #livemusic ♬ original sound - Elín Hall
@elin_hall @BLUDFEST 🖤 LOVE U @yungblud 🖤🖤🖤🖤🖤 @yungbludarmy #fyp #bludfest #elinhall #altpop ♬ original sound - Elín Hall