Hinar vinsælu sælgætishálsfestar, sem margir kannast eflaust við að hafa sett um hálsinn á sér í æsku og nagað í tíma og ótíma, fengu nýjan tilgang á dögunum þegar arkitektinn Bianca Censori klæddist sælgætinu í formi nærfata á götum New York-borgar á dögunum.
Hún var í för með eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West, en þau tóku saman aftur í apríl eftir að leiðir þeirra skildu um tíma í kjölfar hatursfullrar orðræðu West á samfélagsmiðlum.
Fyrst þau hafa tekið saman á ný hefur Censori aftur byrjað að fækka fötum á almannafæri.
Auk efnislítilla sælgætisnærfata var Censori með svarta síðhærða hárkollu sem gerði hana ansi svipaða fyrrum eiginkonu rapparans, Kim Kardashian.