Stigu saman á svið í fyrsta skipti í sex ár

Jay-Z og Beyoncé.
Jay-Z og Beyoncé. AFP

Beyoncé hélt lokatónleika sína í Cowboy Carter-tónleikaferðinni á Stade de France í París í gær. Hún kláraði tónleikaferðalagið með stæl, en eiginmaður hennar, Jay-Z, steig á svið með henni við gríðarleg fagnaðarlæti áhorfenda. Þetta var í fyrsta skipti í sex ár sem parið kom fram saman á sviði.

Jay-Z sleppti Kanye úr textanum

Parið flutti nokkur af sínum þekktustu lögum, þar á meðal Crazy in Love og Drunk in Love. Jay-Z flutti einnig lagið ****s in Paris, sem er vinsælt lag sem hann gerði með Kanye West árið 2011, en það vakti athygli fólks að Jay-Z breytti texta lagsins og sleppti að vitna í Kanye.

Í stað þess að syngja „Leyfi þér kannski að hitta Ye“, þar sem „Ye’’ er vitnun í Kanye, vísaði hann í eiginkonu sína og söng „Leyfi þér kannski að hitta Bey“, samkvæmt upptökum sem aðdáendur birtu á samfélagsmiðlum.

@holahovitaaa Just might let you meet Ye❎ Just might let you meet Bey✅ Officially and definitely marks the end of what was once the best bromance in hip hop #jayz #shawncarter #hov #hovenger #fyp #foryou #explore #viral #concert #beyonce #beyhive #concert #jayonce #cowboycartertour #cowboycarter ♬ original sound - everything hov 💎

Samband þeirra hefur styrnað

Jay-Z og Kanye West hafa um árabil átt farsælt samstarf og voru nánir vinir, en samband þeirra hefur stirðnað á undanförnum árum. Kanye West fullyrti í færslu á samfélagsmiðlinum X að ástæðan væri orðaskipti þeirra vegna lagsins Jail á plötu West, Donda, frá árinu 2021.

Í færslunni sagði Kanye að Jay-Z hefði krafist þess að hann hætti að styðja Donald Trump. Kanye West sagði þetta hafa sært sig djúpt og valdið deilum þeirra á milli.

Í laginu Jail vísar Jay-Z beint í þetta þegar hann rappar: 

„Ég sagði við hann, hættu að ganga með þessa rauðu derhúfu, við erum að fara heim. Ekki ég með allar þessar syndir, kastandi steinum. Þetta gæti verið endurkoma hásætisins. Hova og Yeezus, eins og Móses og Jesús.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Í dag er kraftmikill dagur þar sem margt hreyfist hratt. Passaðu að brenna þig ekki á eigin ákefð. Þú getur fengið meira úr deginum með skýrri stefnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Abby Jimenez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Í dag er kraftmikill dagur þar sem margt hreyfist hratt. Passaðu að brenna þig ekki á eigin ákefð. Þú getur fengið meira úr deginum með skýrri stefnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Abby Jimenez