Leikkonan Anna Camp, m.a. þekkt fyrir hlutverk Söruh Newlin í vampíruþáttunum True Blood, stendur í ströngu við að verja samband þeirra Jade Whipkey. Aldursbilið í sambandinu eru átján ár, en Camp er 42 ára og Whipkey 24 ára.
Sérfræðingar á samfélagsmiðlum hafa verið duglegir að gagnrýna aldursmun kvennanna og láta óánægju sína í ljós.
„Ég hef farið út með mönnum á sama aldri og ég og Jade er mun þroskaðri heldur en þeir allir,“ skrifaði leikkonan í athugasemd á Instagram. „Við eigum mun meira sameiginlegt heldur en nokkur annar sem ég hef verið í sambandi með og getum talað um allt og ekkert.“
Camp og Whipkey mættu á rauða dregilinn í Los Angeles á miðvikudag í síðustu viku við frumsýningu Bride Hard. Hamingjusamar brostu þær framan í myndavélarnar og héldu utan um hvor aðra.