Endurfundir Brad Pitt og Tom Cruise vekja athygli

Brad Pitt og Tom Cruise voru hressir á frumsýningu kvikmyndarinnar …
Brad Pitt og Tom Cruise voru hressir á frumsýningu kvikmyndarinnar F1 í gær. AFP/Henry Nicholls

Brad Pitt og Tom Cruise deildu rauða dreglinum í fyrsta sinn í nærri aldarfjórðung frumsýningu kvikmyndarinnar F1 í Cineworld Lecester Square í London í gærkvöldi.

Leikararnir unnu saman árið 1994 þegar þeir léku í kvikmyndinni Interview With the Vampire og virtist mikil gleði vera í loftinu við endurfundina.

Pitt klæddist stílhreinum dökkgrænum jakkafötum, með ljósgrænan klút og falleg sólgleraugu. Cruise var í gráum jakkafötum og með sín sígildu flugmannasólgleraugu.

Brad Pitt og Tom Cruise voru stórglæsilegir á rauða dreglinum!
Brad Pitt og Tom Cruise voru stórglæsilegir á rauða dreglinum! AFP/Henry Nicholls

Síðast voru þeir vinirnir myndaðir saman á rauða dreglinum árið 2001 á góðgerðartónleikunum A Tribute to Heroes í Los Angeles eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september.

Pitt sagðist vera opinn fyrir því að vinna aftur með Cruise en samkvæmt einu skilyrði. „Ég ætla ekki að hanga út úr flugvélum,“ sagði Pitt og vísaði til áhuga Cruise á að framkvæma sín eigin áhættuatriði. „Þegar hann vill gera eitthvað sem er á jörðinni, þá er ég klár.“

Viðburðurinn vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og meðal aðdáenda um allan heim og hafa vakið vonir um samstarf á milli þeirra í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Í dag er kraftmikill dagur þar sem margt hreyfist hratt. Passaðu að brenna þig ekki á eigin ákefð. Þú getur fengið meira úr deginum með skýrri stefnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Abby Jimenez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Í dag er kraftmikill dagur þar sem margt hreyfist hratt. Passaðu að brenna þig ekki á eigin ákefð. Þú getur fengið meira úr deginum með skýrri stefnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Abby Jimenez