Er ástin aðeins reikningsdæmi?

Kemst ekki í sama klassa og rómantísku gamanmyndirnar sem við …
Kemst ekki í sama klassa og rómantísku gamanmyndirnar sem við elskuðum á gullöld greinarinnar, skrifar gagnrýnandi meðal annars.

Nýjasta og jafnframt önnur kvikmynd Celine Song í fullri lengd, Efnishyggjufólk, flokkast sem rómantík en sú kvikmyndagrein er vinsæl undirgrein, í spennu- og hryllingsmyndum er til dæmis oft líka einhver ástarsaga þótt hún sé ekki aðalviðfangsefnið. Gullöld rómantískra kvikmynda og sérstaklega rómantískra gamanmynda er hins vegar liðin.

Yfirleitt er talað um að gullöld rómantískra gamanmynda hafi byrjað með hinni klassísku kvikmynd Þegar Harry hitti Sally (e. When Harry Met Sally) eftir Noru Ephron árið 1989 og staðið í rúm 20 ár. Þá voru gerðar margar rómantískar gamanmyndir sem eru enn vinsælar í dag, eins og til dæmis Svefnlaus í Seattle (e. Sleepless in Seattle, 1993) eftir Noru Ephron, Notting Hill (1999) eftir Roger Michell og Hvernig maður losar sig við gæja á 10 dögum (e. How to Lose a Guy in 10 Days, 2003) eftir Donald Petrie svo að eitthvað sé nefnt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur nýja orku til að takast á við verkefni sem hafa dregist á langinn. Smáar ákvarðanir í dag geta haft meiri áhrif en þú gerir þér grein fyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Abby Jimenez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur nýja orku til að takast á við verkefni sem hafa dregist á langinn. Smáar ákvarðanir í dag geta haft meiri áhrif en þú gerir þér grein fyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Abby Jimenez