Feneyjarbrúðkaup auðkýfingsins Jeff Bezos og Lauren Sánchez hefst í dag, í bland við mikil mótmæli Feneyjarbúa. Bezos, þriðji ríkasti maður í heimi og stofnandi vefverslunarinnar Amazon, og unnusta hans halda partí fyrir blöndu af valdafólki, auðmönnum og fræga fólkinu.
Snekkja aukýfingsins hefur þegar lagst að bryggju í grennd við Feneyjar en víst er að einhverjar ráðstafanir hafi verið gerðar í öryggisskyni vegna mótmælanna. Parið hefur bókað fjölda staða til að hýsa fögnuðinn sem teygir sig yfir þrjá daga. Parið gerði það vísvitandi að halda möguleikum opnum í þeim tilgangi að afvegleiða bæði ljósmyndara og mótmælendur.
Gestalistinn inniheldur nöfn eins og Kim Kardashian, Kris Jenner, Ivönku Trump og Jared Kushner, milljarðamæringinn og umboðsmanninn fyrrverandi, Michael Kievs, og eiginkonu hans Lydiu, Barry Diller og eiginkonu hans, Diane Von Furstenberg.
Borgarstjórn Feneyja og borgarstjórinn Luigi Brugnarom eiga stóran þátt í vali Bezos og Sánchez á borginni sem áfangastað fyrir brúðkaupið en yfirvöld reyndu hvað þau gátu að laða þau til borgarinnar þegar fréttist að parið leitað að draumastaðnum.
Opnunarteitið verður á La Pagoda-veitingastaðnum, með útsýni út á Adríahafið. Samkvæmt heimildum Page Six mun parið játast hvort öðru á San Giorgio Maggiore-eyju, í Teatro Verde. Galaviðburður verður væntanlega haldinn á Palazzo Pisani Moretta við Grand Canal og verða aðrir viðburðir haldnir víðsvegar um borgina og m.a. á snekkju Bezos.
Mótmælin hafa valdið því að snekkja Bezos er við bryggju annars staðar en í Feneyjum og verða gestir ferjaðir á bátum þangað.
Gestir munu dvelja á einhverjum af frægustu hótelum borgarinnar, t.a.m Hotel Danieli, Amani, þar sem verðandi brúðarhjón dvelja í svítu, the Gritti og the Cipriani. Allar byggingar snúa út að síkjum borgarinnar og eru í stuttri göngufjarlægð frá St. Markúsartorgi.