Beyoncé hékk í lausu lofti og stöðvaði tónleikana

Tónlistarkonan Beyoncé neyddist til að stöðva tónleika sína skyndilega eftir að hún hékk í lausu lofti á fljúgandi bíl sem fór að hallast óeðlilega í miðju atriði. Atvikið átti sér stað á tónleikum hennar í Houston síðasta laugardag og olli miklum ótta meðal áhorfenda.

„Stop, stop, stop!“ 

Beyoncé flutti lagið 16 Carriages á meðan hún sveif yfir sviðið á rauðum bíl. Söngkonan, sem fann greinilega að eitthvað var að, byrjaði í miðju lagi að öskra: „Stop, stop, stop,“ og stöðvaði sýninguna.

Bifreiðin, sem hékk í snúrum, var síðan hægt og örugglega látin síga aftur niður á sviðið. Beyoncé virtist róleg þrátt fyrir vandamálið og fór aftur af sviðinu í stutta stund áður en hún kom til baka og hélt áfram með tónleikana.

„Ég vil þakka ykkur fyrir að elska mig. Ef ég dett veit ég að þið grípið mig,“ sagði Beyoncé við áhorfendur þegar hún hafði komið aftur upp á svið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Beyoncé lendir í tæknilegum vandræðum á núverandi tónleikaferðalagi sínu, Cowboy Carter Tour, en fyrr í þessum mánuði varð hún fyrir því óhappi að missa niður um sig buxurnar á tónleikum í London.

Hægt er að sjá myndbönd af atvikinu hér að neðan:

@icehood24 Beyonce’s flying car broke in houston night 1 😢 #cowboycarter #beyonce #houston #fyp ♬ original sound - queen b
@mateus_cambui Beyoncé had to stop mid song! It was so scary. It stopped moving right above us and started tilting. For a moment I thought they were gonna land the car right where we were sitting! #beyonce #cowboycarter #CapCut #houston ♬ original sound - Mateus
@theblessingalbright Omg not Beyonce’s pants falling off on stage last night. Someone is clearly losing their job 😭😭😭 #beyonce #cowboycartertour ♬ original sound - theblessingalbright




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Frjálsleg orka fylgir deginum og hvetur til nýbreytni. Taktu skref út fyrir vanann og prófaðu eitthvað annað. Ný upplifun gæti verið ánægjuleg.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Frjálsleg orka fylgir deginum og hvetur til nýbreytni. Taktu skref út fyrir vanann og prófaðu eitthvað annað. Ný upplifun gæti verið ánægjuleg.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir