Mögulega yngstu markaðsstjórar landsins

Bræðurnir Kjartan, 16 ára, og Kári, 14 ára, eru markaðsstjórar …
Bræðurnir Kjartan, 16 ára, og Kári, 14 ára, eru markaðsstjórar Heitirpottar.is. Ljósmynd/Aðsend

Heitirpottar.is hefur ráðið þá Kára og Kjartan, 14 og 16 ára bræður, sem markaðsstjóra í sumar. Kristján Berg, eigandi og framkvæmdastjóri Heitirpottar.is, segir söluna aldrei hafa verið meiri. „Fólk er farið að koma til þess að kíkja á þá,“ segir hann og líkir þeim við VÆB-bræður.

Kári og Kjartan hafa unnið fyrir Kristján, föður sinn, í nokkur ár. Kristján segist hafa verið orðinn þreyttur á að sinna markaðsmálum og því ákveðið að leyfa þeim að spreyta sig. „Þeir eru líka með öðruvísi hugmyndir og við hlæjum að vitleysunni sem þeim dettur í hug,“ segir hann.

Drengirnir mæta í vinnuna klukkan níu og vinna til fimm, nema þegar það er fótboltaæfing, þá fá þeir að fara fyrr. Ætlast er til að þeir birti eitt myndband á samfélagsmiðla á dag.

Þeir segja mestan tíma fara í að finna hugmyndir að myndböndum, styttri tíma taki að klippa og taka upp eða um 45 mínútur. Auk markaðsmála sinna bræðurnir ýmsum verkefnum í búðinni.

Drengirnir segjast fá algert frelsi þegar kemur að myndböndunum. Þegar þeir voru beðnir um að gera gjafaleik þar sem ein dýna í heitan pott er gefin fyrir hverja 1000 fylgjendur breyttu þeir því í 100 fylgjendur. „Okkur fannst það bara skemmtilegra,“ segir Kjartan.

Kristján segir gott að henda þeim í djúpu laugina og leyfa þeim að spreyta sig í markaðsmálunum. Þeir hafi slegið í gegn og séu með tugi þúsunda áhorfa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Frjálsleg orka fylgir deginum og hvetur til nýbreytni. Taktu skref út fyrir vanann og prófaðu eitthvað annað. Ný upplifun gæti verið ánægjuleg.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Frjálsleg orka fylgir deginum og hvetur til nýbreytni. Taktu skref út fyrir vanann og prófaðu eitthvað annað. Ný upplifun gæti verið ánægjuleg.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir