Ástralar afturkalla vegabréfsáritun Kanye West

Kanye West.
Kanye West. AFP/Saul Loeb

Áströlsk yfirvöld hafa afturkallað vegabréfsáritun bandaríska rapparans Kanye West vegna lags þar sem West mærir nasistaleiðtogann Adolf Hitler.

West, sem hefur löglega breytt nafni sínu í Ye, gaf út lagið „Heil Hitler“ 8. maí þegar 80 ár voru liðin frá því nasistar biðu ósigur í seinni heimsstyrjöldinni.

West hefur oft heimsótt Ástralíu þar sem eiginkona hans, Bianca Censori, er áströlsk og á fjölskyldu í landinu.

Tony Burke, innanríkisráðherra Ástralíu, greindi frá ákvörðun yfirvalda í dag.

„Hann hefur látið mörg meiðandi ummæli falla en mínir embættismenn skoðuðu málið aftur þegar hann gaf út lagið „Heil Hitler“ og hann hefur ekki lengur gilda vegabréfsáritun í Ástralíu.“

Burke sagði að afturkölluð vegabréfsáritun rapparans hafi ekki tengst tónleikahaldi.

Ástralar þurfa ekki á þessu að halda

„Þetta var á lægra stigi og embættismenn fóru samt yfir lögin og sögðu: „Ef þú ætlar að gefa út lag og kynna þessa tegund af nasisma – það er eitthvað sem við þurfum ekki á að halda í Ástralíu,“ sagði Burke við ríkisútvarpið ABC.

Þegar hann var spurður hvort það væri sjálfbært að banna svo vinsælum einstaklingi að sækja landið heim, svaraði ráðherrann: „Ég held að það sem er ekki sjálfbært sé að flytja inn hatur.“

En hann bætti við að innflytjendayfirvöld endurmeti hverja umsókn um vegabréfsáritun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir