Bubbi selur allt höfundarverk sitt

Bubbi Morthens stendur á tímamótum.
Bubbi Morthens stendur á tímamótum. mbl.is/Eyþór

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur selt útgáfufyrirtækinu Öldu Music allt höfundarverk sitt. Í samningnum felst að fyrirtækið eignast réttinn til að nýta nafn og útlit listamannsins, allt frá upphafi ferils hans árið 1980 og þar til eftir að Bubbi fellur frá.

Í fréttatilkynningu kemur fram að samningurinn er gerður í gegnum dótturfélag Universal Music Group hér á landi, Öldu Music en áður hefur Universal gert slíka samninga við Bob Dylan meðal annars. Ekki er gefið upp hvað Bubbi fékk greitt fyrir söluna.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bubbi gerir slíkan samning en hann seldi útgáfuréttinn á tónlist sinni til Sjóvá árið 2005. Með sölunni fékk Bubbi háa fjárhæð fyrir fyrirframgreidd stefgjöld. Árið 2011 keypti Bubbi útgáfuréttinn til baka fyrir rúmar 14 milljónir króna.

„Bubbi Morthens á engan sinn líka. Ég hef verið svo heppinn að fá að starfa náið með honum síðustu ár og fengið að kynnast sköpunarferlinu sem býr að baki þessu stórmerkilega höfundarverki sem spannar hátt í fimm áratugi. Það er vel við hæfi að Bubbi ryðji brautina enn á ný með fyrsta samningnum af þessari gerð hér á landi,“ er haft eftir Sölva Blöndal, framkvæmdastjóra Öldu Music í fréttatilkynningu.

Sölvi Blöndal og Bubbi Morthens við undirritun samningsins.
Sölvi Blöndal og Bubbi Morthens við undirritun samningsins.

Auk þess að eignast réttinn á eldri plötum Bubba mun Alda Music standa að útgáfu tveggja næstu hljóðversplatna listamannsins sem hann vinnur nú að. Alls hefur Bubbi gefið út 825 lög á ferlinum sem komið hafa út á 40 sólóplötum, tíu hljómsveitarplötum og sex tónleikaplötum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir