Heit sem eldurinn á 47 ára afmælinu

Nicole Scherzinger þegar hún mætti til 78. Tony-verðlaunahátíðarinnar í Radio …
Nicole Scherzinger þegar hún mætti til 78. Tony-verðlaunahátíðarinnar í Radio City Music Hall í New York 8. júní. kena betancur / AFP

Bandaríska söng- og leikkonan Nicole Scherzinger var sjóðheit þegar hún sýndi kroppinn í sebramunstruðu bikiníi á Instagram á mánudag. 

Scherzinger, sem er fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar The Pussycat Dolls, fagnaði 47 ára afmælinu á ströndinni með orðunum: „Fólk fætt árið 2000 er á 25. aldursári, og ég líka!“ 

Athugasemdir við færsluna láta ekki á sér standa en fylgjendur söngkonunnar eru gapandi yfir forminu sem hún er í.

Eitthvað er minna um að vera hjá henni þessa dagana en hún er sögð vera dugleg að deila bikinímyndum af sér þegar hún á dauðar stundir í daglega lífinu.

Scherzinger er fædd í Honolulu á Havaí en ólst upp í Louisville, Kentucky. Hún var í hljómsveitinni The Pussycat Dolls á árunum 2003-2009 og er eflaust hvað þekktust fyrir það. Síðan þá hefur hún starfað við ýmsa raunveruleikaþætti á borð við The Sing-Off, The X Factor í Bandaríkjunum og Bretlandi og Australia's Got Talent. Árið 2010 keppti hún í raunveruleikaþættinum Dancing with the Stars og stóð uppi sem sigurvegari. Hún hefur hlotið tilnefningar til Grammy-verðlauna og einnig hlotið verðlaun m.a. Tony-verðlaunin 2025 fyrir bestu leikkonuna, sem Norma Desmond í söngleiknum Sunset Boulevard, sem var í sýningu á Broadway 2024. Scherzinger er trúlofuð skoska fyrrverandi ruðningsleikmanninum Thom Evans, en þau hafa verið saman síðan 2020.

 Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir