Melanie Griffith, móðir Dakotu Johnson, vinnur nú hörðum höndum við að fá hana og Chris Martin til að taka saman.
Dakota Johnson og Chris Martin höfðu verið kærustupar í átta ár þegar þau hættu saman í júní. Sambandið var stormasamt en þau eiga að hafa trúlofast árið 2020. Martin á börn fyrir með leikkonunni Gwyneth Paltrow sem Johnson hefur sagst „elska eins og lífið liggi við“.
Móðir Dakotu hefur ekki tekið sambandsslitið í sátt. Hún er sannfærð um að parið eigi að vera saman og finnst dóttir sín vera að gera stór mistök. Í frétt Daily Mail segir að Chris Martin sé eins og sonur fyrir Griffith.
Þá segir að Griffith sé að reyna að fá Dakotu og Chris til að vinna með óhefðbundnum pararáðgjafa sem geri „orkuvinnu“.
Sjálf er Griffith ekki ókunnug stormasömum samböndum en hún giftist og skildi við Don Johnson, föður Dakotu, tvisvar áður en hún giftist og skildi við tvö aðra menn, Antonio Banderas þar á meðal.