Myndir: Norah Jones heillaði gesti í Eldborg

Norah Jones hreif heimsbyggðina fyrst árið 2002 og hefur gert …
Norah Jones hreif heimsbyggðina fyrst árið 2002 og hefur gert æ síðan. mbl.is/Birta Margrét

Uppselt var á VISIONS-stórtónleika söngkonunnar og Grammyverðlaunahafans Noruh Jones sem fram fóru fyrr í kvöld.

Upphaflega stóð einungis til að Jones héldi eina tónleika í Eldborg þann 3. júlí, en þessum aukatónleikum var bætt við eftir að upp seldist á þá tónleika á nokkrum mínútum. 

Tónleikagestir voru spenntir að hlýða á sönginn.
Tónleikagestir voru spenntir að hlýða á sönginn. mbl.is/Birta Margrét
Glatt var yfir tónleikagestum, enda um einstaklega ljúfa tóna að …
Glatt var yfir tónleikagestum, enda um einstaklega ljúfa tóna að ræða. Hér sjást þau Regína Ósk og Friðrik Ómar. mbl.is/Birta Margrét

Hreif heimsbyggðina með sér

Norah Jones kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hún gaf 22 ára gömul út plötuna Come away with me árið 2002 sem blandaði djass saman við kántrí, blús, þjóðlagatónlist og popp. Sjálf lýsti hún plötunni sem „lítilli og notalegri“.

Hlustendur urðu hugfangnir af einstakri rödd söngkonunnar og hlaut hún ýmsar viðurkenningar fyrir plötuna sem seldist í tæpum 30 milljónum eintaka, þar á meðal fimm Grammy-verðlaun.

Síðan þá hefur Jones hlotið fimm Grammy-verðlaun til viðbótar og gefið út fjöldann allan af vinsælum sólóplötum, nú síðast plötuna VISIONS sem tónleikarnir í Eldborg eru kenndir við. 

mbl.is/Birta Margrét
mbl.is/Birta Margrét

Fyrsti viðkomustaður á tónleikaferðalagi

Tónleikarnir í Hörpu eru þeir fyrstu í tónleikaröð Jones um Evrópu, en næsti viðkomustaður er Osló. 

Með sér á tónleikunum hefur hún hljómsveit og mun Laufey einnig slást til liðs við Jones á tónleikaferðalaginu.

Noruh fylgir einvalalið tónlistarmanna á tónleikaferðalaginu.
Noruh fylgir einvalalið tónlistarmanna á tónleikaferðalaginu. Samsett mynd/mbl.is/Birta Margrét
Uppselt varð á báða tónleika söngkonunnar í Eldborg.
Uppselt varð á báða tónleika söngkonunnar í Eldborg. mbl.is/Birta Margrét
mbl.is/Birta Margrét
mbl.is/Birta Margrét
mbl.is/Birta Margrét
mbl.is/Birta Margrét
mbl.is/Birta Margrét
mbl.is/Birta Margrét
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir