Post Malone féll af sviðinu og er hættur með kærustunni

Pos Malone féll af sviðinu í Arizona, Bandaríkjunum.
Pos Malone féll af sviðinu í Arizona, Bandaríkjunum. AFP

Tónlistarmaðurinn Post Malone lenti í óhappi á tónleikum sínum í Arizona þegar hann féll af sviðinu. Atvikið átti sér stað þegar tónlistarmaðurinn gekk eftir sviðsbrúninni með drykk í hendinni. Þegar hann ætlaði að skála með aðdáandum sem var að taka upp myndband, steig hann á óstöðugt undirlag sem gaf sig, með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar.

Atvikið átti sér stað á meðan hann flutti lagið Pour Me A Drink, sem hann gaf út með Blake Shelton. Aðdáandinn sem tók myndbandið upp birti það á samfélagsmiðlum og baðst afsökunar, en sagði að það hefði ekki verið ætlunin að brjóta næstum því á honum bakið.

Ekki í fyrsta skipti

Sem betur fer slapp tónlistarmaðurinn án meiðsla og gat haldið áfram tónleikunum, þar sem hann flutti fimm lög til viðbótar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Post Malone lendir í slíku atviki, en árið 2022 féll hann ofan í gat á sviðinu sem hafði gleymst að loka og rifbeinsbrotnaði.

Hættur með kærustunni

Einkalíf Post Malone hefur einnig verið í sviðsljósinu undanfarið. Samkvæmt heimildum TMZ hefur hann nýlega slitið sambandi sínu við kærustuna Christy Lee, 20 ára nema í Parsons School of Design í New York. Parið hafði aðeins opinberað samband sitt snemma á árinu eftir að Post Malone sleit trúlofun sinni við Hee Sung „Jamie“ Park.

Hér að neðan má sjá myndbönd frá atvikunum:

@qronicles 😱¡Hasta a mi me dolio! 🟢Post después de esto se disculpó por haber tenido que interrumpir el concierto y dijo que lo compensará en St. Louis más adelante. También dijo que está bien después de una visita al hospital y que la gira continuará. #postmalone #concierto #caida #mexico ♬ Circles - Post Malone



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir