Tónlistarmaðurinn Post Malone lenti í óhappi á tónleikum sínum í Arizona þegar hann féll af sviðinu. Atvikið átti sér stað þegar tónlistarmaðurinn gekk eftir sviðsbrúninni með drykk í hendinni. Þegar hann ætlaði að skála með aðdáandum sem var að taka upp myndband, steig hann á óstöðugt undirlag sem gaf sig, með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar.
Atvikið átti sér stað á meðan hann flutti lagið Pour Me A Drink, sem hann gaf út með Blake Shelton. Aðdáandinn sem tók myndbandið upp birti það á samfélagsmiðlum og baðst afsökunar, en sagði að það hefði ekki verið ætlunin að brjóta næstum því á honum bakið.
Sem betur fer slapp tónlistarmaðurinn án meiðsla og gat haldið áfram tónleikunum, þar sem hann flutti fimm lög til viðbótar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Post Malone lendir í slíku atviki, en árið 2022 féll hann ofan í gat á sviðinu sem hafði gleymst að loka og rifbeinsbrotnaði.
Einkalíf Post Malone hefur einnig verið í sviðsljósinu undanfarið. Samkvæmt heimildum TMZ hefur hann nýlega slitið sambandi sínu við kærustuna Christy Lee, 20 ára nema í Parsons School of Design í New York. Parið hafði aðeins opinberað samband sitt snemma á árinu eftir að Post Malone sleit trúlofun sinni við Hee Sung „Jamie“ Park.
@chloesmom1st Post Malone Falls OFF STAGE! #postmalone ♬ Winning - The Ting Tings
@qronicles 😱¡Hasta a mi me dolio! 🟢Post después de esto se disculpó por haber tenido que interrumpir el concierto y dijo que lo compensará en St. Louis más adelante. También dijo que está bien después de una visita al hospital y que la gira continuará. #postmalone #concierto #caida #mexico ♬ Circles - Post Malone