„Ég ætla að fá fullnægingu!“

Charlize Theron, 49 ára, setur eigin ánægju í forgang.
Charlize Theron, 49 ára, setur eigin ánægju í forgang. AFP

Leikkonan Charlize Theron opnaði sig um einkalíf sitt í nýlegu viðtali við Alex Cooper í vinsæla hlaðvarpinu Call Her Daddy, þar sem hún sagði frá nýlegum kynnum sínum við 26 ára gamlan mann.

Theron, sem er 49 ára, var gestur Cooper til að kynna nýjustu kvikmynd sína, The Old Guard 2, en spurningarnar snerust fljótt að stefnumótum og kynlífi þegar Cooper fór að forvitnast um persónuleg málefni leikkonunnar.

„Ég stunda kynlíf á allt annan hátt núna en á þrítugs- og tvítugsaldri,“ sagði Theron.

„Ég hef líklega aðeins átt þrjú einnar nætur gaman, en nýlega svaf ég hjá manni sem er 26 ára og það var algjörlega magnað. Ég hafði aldrei gert þetta áður vá hvað þetta var geggjað!“

Setur eigin ánægju í forgang

Theron hvatti jafnframt konur til að setja eigin ánægju í forgang í svefnherberginu.

„Við ættum að vera meira eins og konurnar sem segja: „Ég ætla að fá fullnægingu!“ Treystið mér, bæði þið og maki ykkar munuð njóta þess betur,“ sagði hún og bætti við að konur ættu ekki að vera feimnar við að prófa sig áfram til að finna hvað hentar þeim best.

Erfitt að finna tíma fyrir stefnumót

Theron hefur verið einhleyp síðustu ár og ræddi einnig hversu krefjandi það geti verið að finna tíma til að fara á stefnumót sem einstæð móðir. Hún ættleiddi bæði börn sín, Jackson, sem er 12 ára, og August, 9 ára. Leikkonan hefur lengi viljað veita munaðarlausum börnum heimili eftir æskuárin sín í Suður-Afríku, þar sem hún kynntist munaðarleysingjahælum og þeim erfiðu aðstæðum sem börnin búa við.

Hér að neðan má sjá stutt myndbrot úr hlaðvarpsþættinum:

@callherdaddy

The talented, the beautiful Charlize Theron 👏👏👏 Charlize and I are talking about her current approach to dating, being a single mom, and why marriage isn’t necessarily for her. Tune in tomorrow ❤️

♬ original sound - Call Her Daddy



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tími er kominn til að klára það sem þú hefur byrjað. Ekki fresta frekar. Smá aðhald og skýr forgangsröðun getur opnað fyrir meiri orku og árangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tími er kominn til að klára það sem þú hefur byrjað. Ekki fresta frekar. Smá aðhald og skýr forgangsröðun getur opnað fyrir meiri orku og árangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir