Leikarinn Michael Madsen er látinn

Madsen var úrskurðaður látinn í morgun vegna hjartastopps.
Madsen var úrskurðaður látinn í morgun vegna hjartastopps. AFP/Kevin Winter

Michael Madsen, sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í stórmyndum á borð við Reservoir Dogs, Kill Bill og Donnie Brasco, fannst látinn á heimili sínu í Malibú í Kaliforníuríki fyrr í dag. Hann var 67 ára.

Þessu greinir fréttastofa The Guardian frá.

Lést úr hjartastoppi

Madsen var úrskurðaður látinn klukkan 8.25 í morgun að staðartíma. Umboðsmaður hans, Ron Smith, staðfestir að Madsen hafi látist vegna hjartastopps.

Fógetaembættið staðfestir að ekki leiki grunur á um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Verður sárt saknað

Madsen hóf feril sinn í Chicago með leikhópnum Steppenwolf og steig inn á silfurtjaldið með hlutverki sínu í vísindaskáldsögulegu kvikmyndinni WarGames.

„Undanfarin tvö ár hefur Michael Madsen verið að vinna að ótrúlegum verkefnum í óháða kvikmyndabransanum, til dæmis með myndum á borð við Resurrection Road, Concessions og Cookbook for Southern housewifes,“ segir í tilkynningu frá umboðsmönnum hans.

„Hann hlakkaði virkilega mikið til þessa komandi æviskeiðs og verður sárt saknað sem eins eftirtektarverðasta leikara Hollywood.“

Madsen verður sárt saknað.
Madsen verður sárt saknað. AFP/Vince Bucci
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir