Orlando Bloom virðist vera í djúpum hugleiðingum um lífið og tilveruna ef marka má Instagram-síðu hans.
Tíu ára sambandi leikarans við söngkonuna Katy Perry lauk á dögunum en þau voru trúlofuð og eiga eina dóttur saman. Bloom virtist vera fljótur að komast yfir Perry og hefur verið duglegur að birta ýmsar hugvekjur á samfélagsmiðlum.
Í gær birti leikarinn hins vegar 18 tilvitnanir í geðlækninn Carl Gustav Jung sem allar eiga það sameiginlegt að snúast um betrun á sjálfinu, innblástur, sorg eða einmanaleika.
„Einmanaleiki stafar ekki af því að hafa ekkert fólk í kringum sig, heldur af því að geta ekki tjáð sig um það sem skiptir mann máli,“ segir á Instagram-síðu Bloom.
„Jafnvel hamingjusamt líf getur ekki verið án myrkurs, og orðið hamingja missti merkingu sína ef sorgin myndi ekki vega á móti,“ er önnur tilvitnun.
Bloom virðist vera í mikilli sjálfskoðun í kjölfar sambandslitanna við Perry en fyrr í vikunni deildi hann búddistamöntru. „Hver dagur er ný byrjun. Það sem við gerum í dag skiptir mestu máli.“
<div> <div></div> <div> <div></div> <div></div> </div> </div><div></div><div></div><div> <div>View this post on Instagram</div> </div><a href="https://www.instagram.com/p/DLnjfA1vOUA/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=loading" target="_blank">A post shared by Orlando Bloom (@orlandobloom)</a>