Orlando Bloom einmana eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birti vitnanir um sorg og einmanaleika á Instagram-síðu …
Orlando Bloom birti vitnanir um sorg og einmanaleika á Instagram-síðu sinni í gær. AFP

Orlando Bloom virðist vera í djúpum hugleiðingum um lífið og tilveruna ef marka má Instagram-síðu hans.

Tíu ára sambandi leikarans við söngkonuna Katy Perry lauk á dögunum en þau voru trúlofuð og eiga eina dóttur saman. Bloom virtist vera fljótur að komast yfir Perry og hefur verið duglegur að birta ýmsar hugvekjur á samfélagsmiðlum.

Í gær birti leikarinn hins vegar 18 tilvitnanir í geðlækninn Carl Gustav Jung sem allar eiga það sameiginlegt að snúast um betrun á sjálfinu, innblástur, sorg eða einmanaleika. 

„Einmanaleiki stafar ekki af því að hafa ekkert fólk í kringum sig, heldur af því að geta ekki tjáð sig um það sem skiptir mann máli,“ segir á Instagram-síðu Bloom.

„Jafnvel hamingjusamt líf getur ekki verið án myrkurs, og orðið hamingja missti merkingu sína ef sorgin myndi ekki vega á móti,“ er önnur tilvitnun.

Bloom virðist vera í mikilli sjálfskoðun í kjölfar sambandslitanna við Perry en fyrr í vikunni deildi hann búddistamöntru. „Hver ​​dagur er ný byrjun. Það sem við gerum í dag skiptir mestu máli.“

<div> <div></div> <div> <div></div> <div></div> </div> </div><div></div><div></div><div> <div>View this post on Instagram</div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/DLnjfA1vOUA/?utm_source=ig_embed&amp;utm_campaign=loading" target="_blank">A post shared by Orlando Bloom (@orlandobloom)</a>

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir