Sér eftir að hafa fengið sér Tyrklandstennur

Alix Earle segir að hún hefði átt að hlusta á …
Alix Earle segir að hún hefði átt að hlusta á innsæið þegar hún fór til tannlæknis. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Alix Earle sagði frá einu lýtaaðgerðinni sem hún óskaði þess að hafa aldrei gengist undir. Earle tjáði sig um aðgerðina í myndskeiði á samfélagsmiðlinum TikTok í gær.

„Mig langaði aldrei til að tala um það því mér líður skyndilega eins og ég sjái eftir því og mig langar ekki að hafa áhrif á að fólk geri eitthvað sem ég held það ætti ekki að gera,“ útskýrði hún.

Earle hafði fyrr þennan sama dag brotið neðan af framtönn á meðan hún spjallaði við leikkonuna Kate Hudson í partíi. Hún viðurkenndi að hafa brostið í grát. Í myndskeiðinu þjalar hún neðan af tönninni til að reyna að laga brotið. 

Hún sagðist hafa fengið sér framlengingu á hliðarframtennurnar vegna þess að þær voru alltaf styttri en framtennurnar. Framlengingarnar brotnuðu í sífellu þegar hún skellti saman tönnunum í svefni. Þá ákvað hún að fá sér postulínskrónur yfir hliðarframtennurnar, svokallaðar „Tyrklandstennur“, en tannlæknirinn ráðlagði henni að fá sér einnig krónur á efri framtennurnar og á fjórar neðri framtenndur. 

„Ég veit ekki af hverju ég hlustaði á hann því þetta var ekki það sem mig langaði,“ sagði hún. „Ég fór inn fyrir tvær tennur en endaði á að láta gera þetta við tíu.“

Hún sagðist strax hafa séð eftir þessu og hugsað með sér hvað hún hefði gert. Hún bætti við að hún sæi ekki eftir mörgu en að ef hún gæti farið aftur tímann þá hefði hún klárlega sleppt tannaðgerðinni.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tími er kominn til að klára það sem þú hefur byrjað. Ekki fresta frekar. Smá aðhald og skýr forgangsröðun getur opnað fyrir meiri orku og árangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tími er kominn til að klára það sem þú hefur byrjað. Ekki fresta frekar. Smá aðhald og skýr forgangsröðun getur opnað fyrir meiri orku og árangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir