Timothée og Kylie taka sambandið á næsta stig

Timothée Chalamet og Kylie Jenner taka sambandið á næsta stig.
Timothée Chalamet og Kylie Jenner taka sambandið á næsta stig. AFP

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner og leikarinn Timothée Chalamet hafa tekið samband sitt á næsta stig eftir rúmlega tvö ár saman. Jenner tók frumkvæðið og byrjaði loks að fylgja Chalamet á Instagram, sem þykir fréttnæmt þar sem raunveruleikastjarnan fylgir aðeins 119 einstaklingum á samfélagsmiðlinum. Chalamet sjálfur fylgir hins vegar engum á sinni opinberu Instagram-síðu, ekki einu sinni Jenner.

Aðdáendur þeirra tóku eftir þessu í vikunni og fóru að ræða málið með miklum áhuga á samfélagsmiðlinum X. Jenner er með um 393 milljónir fylgjenda á Instagram, á meðan Chalamet er með 19,7 milljónir. 

Sáust í inni­legu kele­ríi

Jenner og Chala­met kveiktu fyrst sögu­sagn­ir um að þau væru að stinga sam­an nefj­um snemma árs 2023. Í sama mánuði sást svart­ur Range Rover-jeppi Jenner fyr­ir utan heim­ili leik­ar­ans í Bever­ly Hills. Í sept­em­ber sama ár sáust þau í inni­legu kele­ríi á tón­leik­um Beyoncé í Los Ang­eles. 

Hlaut heiðursverðlaun í Róm

Síðan þá hafa þau birst opinberlega öðru hverju. Jenner hefur einnig staðið við hlið Chalamets á mörgum viðburðum á verðlaunahátíðartímabilinu, meðal annars á Golden Globe í janúar og Óskarsverðlaunahátíðinni í mars.

Í maí síðastliðnum mættu þau fyrst opinberlega saman á rauða dregilinn á David di Donatello-verðlaunahátíðinni í Róm, þar sem Chalamet hlaut heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndaiðnaðarins.

Timothée Chalamet og Kylie Jenner á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars.
Timothée Chalamet og Kylie Jenner á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars. AFP

Mættu ekki saman í brúðkaup Bazos-hjónanna

Þrátt fyrir alvarleika sambandsins mætti Chalamet ekki með Jenner í brúðkaup Jeff Bezos og Lauren Sánchez í Feneyjum í síðustu viku. Jenner mætti þangað með systrum sínum, móður sinni Kris Jenner og kærasta hennar Corey Gamble, ásamt börnum sínum tveimur, Stormi, sjö ára, og Aire, þriggja ára, sem hún á með rapparanum Travis Scott.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir