Vonar að Íslandsvinurinn verði náðaður

Sansal var handtekinn 16. nóvember vegna pólitískra skoðana sinna.
Sansal var handtekinn 16. nóvember vegna pólitískra skoðana sinna. AFP/Joël Saget

Francois Bayrou forsætisráðherra Frakklands segist vonast til þess að fransk-alsírski rithöfundurinn Boualem Sansal verði náðaður fljótlega en hann hlaut fimm ára fangelsisdóm í Alsír í lok mars. Var honum gert að sök að hafa grafið undan réttmæti landfræðilegs yfirráðasvæðis Alsírs í viðtali við franska fjölmiðla. AFP greinir frá.

Sansal er töluverður Íslandsvinur og var t.a.m. gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík vorið 2023. Þá hafði Sjón einnig umsjón með viðburði tileinkuðum Sansal á Bókmenntahátíð nú í vor þar sem undirskriftum með kröfu um að hann yrði látinn laus var meðal annars safnað.

Franska utanríkisráðuneytið hvatti einnig stjórnvöld í Alsír til að sýna rithöfundinum vægð með tilliti til heilsufarslegs ástands Sansal sem er með krabbamein í blöðruhálskirtli. „Það er von okkar að Sansal verði látinn laus og hljóti læknisaðstoð,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir