Addison Rae hitar upp fyrir Lönu Del Rey

Tónlistarkonurnar Lana Del Rey og Addison Rae syngja saman á …
Tónlistarkonurnar Lana Del Rey og Addison Rae syngja saman á Wembley. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan, TikTok-stjarnan og Íslandsvinurinn Addison Rae hitar upp fyrir Lönu Del Rey á tónleikum hennar á Wembley. Söngkonurnar sungu saman slagara Addison Rae Diet Pepsi og óútgefið lag Lönu Del Rey í gær.

Addison skaust fyrst á stjörnuhimininn á TikTok en hefur á síðasta ári haslað sér völl í poppsenunni. Hún gaf út sína fyrstu plötu snemma í júní og hlaut lof fyrir. Þá hefur fólk dáðst að henni fyrir hvernig henni hefur tekist að breyta ímynd sinni, frá TikTok-stjörnu í tónlistakonu sem er tekin alvarlega.

Hún heldur sjálf í sitt fyrsta tónleikaferðalag um Norður-Ameríku, Evrópu og Ástralíu í ágúst.

Ónefnd tíunda plata

Lana Del Rey er nú á tónleikaferðalagi um Bretland og Írland. Hljómsveitin London Grammar og tónlistarkonan Banks hafa hitað upp fyrir hana á fyrri tónleikum.

Tíunda plata söngkonunnar átti að koma út í maí og ætla má að hún hafi ætlað að flytja plötuna á tónleikaferðalaginu. Tvö lög af plötunni hafa verið gefin út en útgáfu hennar hefur seinkað. Upphaflega nafn plötunnar var Lasso, því var breytt í The Right Person Will Stay en nú er óljóst hvert nafnið verður og hvenær aðdáendur megi búast við henni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir