Kim Kardashian fékk dómsskjöl send til sín til Feneyja

Kardashian hefur síðustu daga hefur verið í Feneyjum í brúðkaupi …
Kardashian hefur síðustu daga hefur verið í Feneyjum í brúðkaupi Jeff Bezos og Lauru Sanches. AFP/ANDREA PATTARO

Maður hefur kært Kim Kardashian fyrir að birta mynd af sér á samfélagsmiðlum. Kardashian sem síðustu daga hefur verið í Feneyjum í brúðkaupi Jeff Bezos og Lauru Sánchez hefur því þurft að vinna að málsvörn innan um hátíðarhöldin.

Samkvæmt heimildum Us Weekly fékk raunveruleikastjarnan og lögfræðingurinn dómsskjöl send til sín til Feneyja sem hún svo skrifaði undir.

Frá því í fyrra hefur Kim notað samfélagsmiðla til að vekja athygli á og reyna að hjálpa manni frá Texas að nafni Ivan Cantu sem var sakfelldur fyrir morð árið 2001 og dæmdur til dauða. Kim segist hafa vakið athygli á málinu til að reyna að fresta aftöku hans.

Myndbirting olli áfallastreituröskun

Þegar aftökudagur Cantu nálgaðist birti Kim færslur tengdar málinu á Instagram-reikning sínum. Ein myndanna sem var birt var af alnafna Ivan Cantu, New York búa alls ótengdum málinu. Kim og teymi hennar gerðu sér grein fyrir mistökunum og tóku myndina niður.

Í málsókn sinni heldur Ivan Cantu, sá sem höfðar mál gegn Kim, því fram að hann hafi orðið fyrir tilfinningalegu áfalli vegna færslunnar. Þá heldur hann því fram að atvikið hafi valdið honum svefnleysi og áfallastreituröskun.

Þá segir lögmaður Kim málsóknina vera „tilraun til að hagnast á mistökum sem áttu sér stað í tengslum við, og sem bein afleiðing af, því að Kim nýtti sér stjórnarskrárbundinn rétt sinn til tjáningarfrelsis.“

Cantu frá Texas hefur verið tekinn af lífi í fangelsi.

US Weekly

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stund til íhugunar hjálpar þér að setja nýjan tón fyrir daginn. Ekki þarf alltaf að framkvæma. Að dvelja og heyra eigin hljóð getur verið nægilega öflug athöfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stund til íhugunar hjálpar þér að setja nýjan tón fyrir daginn. Ekki þarf alltaf að framkvæma. Að dvelja og heyra eigin hljóð getur verið nægilega öflug athöfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir