Goðsögnin Ozzy Osbourne spilaði í hinsta sinn í gær ásamt hljómsveitinni Black Sabbath. Allir upprunalegu meðlimir hljómsveitarinnar stigu á stokk, í fyrsta sinn í 20 ár.
Vegna slæmrar heilsu söng Ozzy úr svörtu hásæti, en hann hafði ekki tök á að spila standandi vegna slæmrar heilsu.
Ozzy er orðinn 76 ára og hefur lítið farið fyrir honum á sviði síðustu ár. Hann hefur glímt við parkinson-taugahrörnunarsjúkdóminn ásamt öðrum heilsukvillum.
This was Ozzy Osbourne and Black Sabbath's final moment.
— Eric Hunley (@hunleyeric) July 6, 2025
The last performance.
The last song.
Paranoidpic.twitter.com/HfmkoJmcqL
Fjörutíu þúsund aðdáendur voru viðstaddir á Villa Park, knattspyrnuvelli Aston Villa, þar sem tónleikarnir fóru fram.
Ozzy ólst upp í næsta nágrenni við völlinn og því vel við hæfi að tónleikarnir, sem voru undir yfirskriftinni Aftur í ræturnar, færu þar fram.
Black Sabbath voru í góðum félagsskap en meðal þeirra sem komu fram voru Guns N' Roses, Metallica og Anthrax.
Last night Black Sabbath made history at their final show.
— 🎸 Rock History 🎸 (@historyrock_) July 6, 2025
A thread 🧵
1. This is how Ozzy came out on stage pic.twitter.com/5unX1TCMW3