Nýjasta samfélagsmiðlastjarnan er pirruð miðaldra kona

Melani Sanders er vinsælasta manneskjan á samfélagsmiðlum um þessar mundir.
Melani Sanders er vinsælasta manneskjan á samfélagsmiðlum um þessar mundir. Skjáskot/Instagram

Bandarísk kona að nafni Melani Sanders varð stjarna á einni nóttu á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega TikTok og Instagram, þegar hún stofnaði sérstakan klúbb sem ber heitið We Do Not Care Club eða WDNC.

Klúbburinn er fyrir konur sem eru að ganga í gegnum breytingaskeiðið og tíðahvörf, náttúrulegt ferli sem allar konur ganga í gegnum á einhverjum tímapunkti.

Hugmyndin að klúbbnum spratt upp um miðjan maí þegar Sanders sat einsömul í bílnum sínum og leit á sig í baksýnisspeglinum. Hún sá úfið hár, ófarðað andlit og brjóstin flæða upp úr alltof litlum brjóstahaldara og hugsaði með sér: „Vá, mér er alveg hætt að vera sama.“ Það var á því augnabliki, eða eftir gott hláturskast, sem Sanders tók upp símann, bjó til stutt myndskeið og birti á samfélagsmiðlum, án væntinga um viðbrögð.

Það markaði upphaf stærsta kvennaklúbbs í heimi en meðlimahópurinn fer stækkandi með hverjum deginum, enda ófáar konur sem tengja við orð Sanders.

Henni er slétt sama

Sanders, sem er 45 ára og búsett í Palm Beach í Flórída, hefur vakið mikla athygli í netheimum undanfarnar vikur fyrir myndskeið sín, sem eru stútfull af húmor, kaldhæðni og dass af pirringi.

Í myndskeiðunum telur Sanders upp alls kyns hluti sem konum á breytingaskeiðinu er orðið slétt sama um, hluti eins og að fara út úr húsi án brjóstahaldara, halda húsinu tandurhreinu, plokka hökuhárin og raka á sér fótleggina.

Hollywood-stjörnur í hópi fylgjenda

Konur í milljónatali um gjörvallan heim hafa gengið til liðs við klúbbinn og þar á meðal stórstjörnur í Hollywood, en leikkonurnar Naomi Watts, sem hefur mikið tjáð sig um snemmbúin tíðahvörf, Sarah Silverman, Ana Gasteyer, Kristin Chenoweth, Gwyneth Paltrow, Sarah Paulson og Halle Berry eru allar stoltir meðlimir klúbbsins og hafa ritað athugasemdir við færslur Sanders og sagt hvað þeim er slétt sama um.

Kemur til dyranna eins og hún er klædd

Sanders hefur verið hrósað óspart fyrir að skapa pláss fyrir konur sem eru að ganga í gegnum breytingaskeiðið með því að búa til samfélag, nálgast málefnið á léttum, húmorískum og ekki síður írónískum nótum, og koma til dyranna eins og hún er klædd, án filters, farða, glamúrs og óþarfa glyss.





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þroskaður og tekur sjálfstæða afstöðu til þess sem gerist í kringum þig. Hugur þinn vinnur vel í dag og þú skalt nota það þér til hagsbóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
3
Christina Lauren
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þroskaður og tekur sjálfstæða afstöðu til þess sem gerist í kringum þig. Hugur þinn vinnur vel í dag og þú skalt nota það þér til hagsbóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
3
Christina Lauren
5
Steindór Ívarsson