Ofurfyrirsætan og ilmvatnsframleiðandinn Bella Hadid liggur nú á sjúkrahúsi vegna Lyme-sjúkdómsins. Á myndum sem hún setti á Instagram má sjá hana fá vökva í æð.
Bella, sem er 28, hefur verið með Lyme-sjúkdóminn í yfir áratug en hefur ekki sagt frá hvers vegna hún var lögð inn núna. Myndirnar sýna hana í ansi viðkvæmu ástandi og systir hennar, ofurfyrirsætan Gigi Hadid, var meðal fyrstu til að skrifa athugasemd við færsluna.
„Ég elska þig! Ég vonast til að vera eins sterk og góð eins og þú átt skilið, bráðum!“ skrifaði Gigi til systur sinnar.
„Lyme-stríðsmaður,“ bætti móðir þeirra, Yolanda Hadid, við.
Bella er fædd í Washington árið 1996. Faðir hennar, Mohamed Hadid, er hálfur Palestínumaður og hálfur Bandaríkjamaður. Hann hefur starfað lengi í fasteignabransanum en móðir þeirra, Yolanda, er hollensk og starfaði sem fyrirsæta á árum áður. Auk Gigi á Bella einn yngri bróður, Anwar Hadid, sem einnig er fyrirsæta.