Íslenskar konur í Vogue

Helena Margrét Jónsdóttir og Laufey Lín Jóndóttir prýða síður nýjasta …
Helena Margrét Jónsdóttir og Laufey Lín Jóndóttir prýða síður nýjasta tölublaðs Vouge Skandinavia. Samsett mynd/Instagram

Tvær íslenskar listakonur prýða nýjasta tölublað Vogue Scandinavia. Söngkonan Laufey er á forsíðu blaðsins og í ítarlegu viðtali þar sem hún ræðir m.a. feril sinn.

Inni í blaðinu má einnig finna umfjöllun um myndlistarkonuna Helenu Margréti Jónsdóttur, sem hefur vakið athygli fyrir óhugnanlega falleg verk af blómum.

Í grein sem ber titilinn The Unnerving Artist, sem gæti verið þýtt sem Óhugnanlegi listamaðurinn, er verkum Helenu lýst sem sveipuðum draumkenndri fegurð, blómstrandi liljum og túlípönum, en við nánari skoðun má sjá eitthvað óvænt og ógnvekjandi leynast í verkunum ef betur er að gáð.

Samspil fegurðar og óhugnaðar

Blómin eru nefnilega ef betur er að gáð frosin, visin eða jafnvel yfirtekin af skordýrum. Helena segist sjálf sækja innblástur í samspil hins fagra og hins óhugnanlega og tengir það eigin ótta – meðal annars við kóngulær sem hún notar sem myndefni.

Myndirnar á síðum Vogue, sem teknar eru af ljósmyndaranum Sóllilju Tinds, sýna listakonuna við vinnu sína, umkringda penslum, blómum og olíulitum. Þar má meðal annars sjá málverkið Deflated sem við fyrstu sýn virðist vera af svörtum túlípönum.

Það er ekki á hverjum degi sem tvær íslenskar konur birtast í sama tölublaði á síðum eins virtasta tískublaðs heims. Á meðan Laufey syngur sig inn í hjörtu heimsbyggðarinnar sýnir Helena Margrét færni sína á sviði myndlistar og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir sitt einstaka sjónarhorn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur átt von á spennu í samskiptum þínum og náins vinar. Láttu ekkert trufla þessa góðu ákvörðun sem þú hefur tekið
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur átt von á spennu í samskiptum þínum og náins vinar. Láttu ekkert trufla þessa góðu ákvörðun sem þú hefur tekið
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Steindór Ívarsson