Poppstjörnur fengu höfðinglegar móttökur

Meðlimir Backstreet Boys voru himinlifandi yfir höfðinglegu móttökunum.
Meðlimir Backstreet Boys voru himinlifandi yfir höfðinglegu móttökunum. Samsett mynd

Meðlimir hinnar goðsagnakenndu poppsveitar Backstreet Boys fengu höfðinglegar móttökur þegar þeir lentu í Kasakstan á fimmtudag. Sveitin, sem enn nýtur gífurlegra vinsælda um allan heim, hélt tvenna tónleika í landinu – í Almaty á föstudag og í höfuðborginni Astana á sunnudag.

Þegar Kevin Richardson, AJ McLean, Brian Littrell, Howie Dorough og Nick Carter stigu út úr flugvélinni beið þeirra óvænt sjónarspil. Fjöldi dansara, klæddir sem flugmenn, flugfreyjur og flugvallastarfsmenn, tók saman fjörugan dans við einn vinsælasta slagara sveitarinnar, Everybody (Backstreet’s Back).

Uppátækið vakti mikla lukku, bæði hjá hljómsveitarmeðlimum og öðrum viðstöddum á vellinum, og hefur myndskeið af atriðinu farið eins og eldur í sinu um netheima.

Fullkominn forsmekkur

Aðdáendur víða að úr heiminum lýstu því yfir á samfélagsmiðlum að flugvallardansinn hefði verið fullkominn forsmekkur að eftirminnilegri helgi.

Allir meðlimir sveitarinnar birtu einnig brot úr dansinum á samfélagsmiðlum sínum, þar sem þeir þökkuðu fyrir hlýjar og eftirminnilegar móttökur í Kasakstan.

Sögulegir tónleikar

Tónleikarnir sjálfir voru ekki síður sögulegir, þar sem þetta var í fyrsta sinn sem Backstreet Boys komu fram í Kasakstan.

Óhætt er að segja að eftirvæntingin hafi verið gríðarleg, enda seldist upp á báða tónleikana á skömmum tíma.

Á efnisskránni voru helstu slagarar sveitarinnar, þar á meðal I Want It That Way, As Long As You Love Me og Everybody, sem allir fengu áhorfendur til að syngja hástöfum með.

Gerðu allt vitlaust í Laugardalshöll

Backstreet Boys héldu eftirminnilega tónleika hér á landi í apríl 2023, þegar sveitin fyllti Laugardalshöllina. Fjöldi gesta lét sig hverfa aftur í nostalgíu síðustu aldarmóta þegar helstu slagarar sveitarinnar ómuðu um höllina.

Tónleikarnir heppnuðust afar vel og var stemningin rafmögnuð frá upphafi til enda.

@howied No better way to land after a late-night flight than getting surprised with an EPIC performance of “Everybody” by the flight crew in Astana! 🛬🎶 Talk about a welcome!! Huge thanks for the love… The boys and I couldn’t be more excited to be here! ❤️🇰🇿 @Backstreet Boys ♬ original sound - Howie D






mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney