Elín Hall hitar upp fyrir Laufeyju

Elín Hall.
Elín Hall. Ljósmynd/AFP

Söng- og leikkonan Elín Hall mun hita upp fyrir Laufeyju á tónleikum hennar í Kórnum dagana 14. og 15. mars.

Fyrstu tónleikarnir seldust upp í forsölu og því var bætt við aukatónleikum þegar almenn sala hófst. Nú eru einungis örfáir miðar eftir á þá en fjögur svæði eru þegar uppseld með öllu.

„Elín Hall er margverðlaunuð íslensk listakona sem hefur unnið sér sess bæði í tónlist og leiklist. Hún hefur komið fjórum lögum í efsta sæti vinsældalista hér á landi og er nú að hasla sér völl erlendis. Um þessar mundir vinnur hún með Grammy-verðlaunahafanum Martin Terefe að nýju efni fyrir alþjóðlegan markað.

Sem leikkona hlaut hún verðlaun fyrir besta leik í kvikmyndinni When the Light Breaks á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago og Edduverðlaun á Íslandi. Myndin var einnig valin til þátttöku á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Árið 2025 var Elín valin ein af rísandi stjörnum Evrópu,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur átt von á spennu í samskiptum þínum og náins vinar. Láttu ekkert trufla þessa góðu ákvörðun sem þú hefur tekið
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur átt von á spennu í samskiptum þínum og náins vinar. Láttu ekkert trufla þessa góðu ákvörðun sem þú hefur tekið
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Steindór Ívarsson