Bandaríski Óskarsverðlaunaleikarinn Kieran Culkin á von á barni með eiginkonu sinni, Jazz Charton. Hjónin opinberuðu óléttuna á frumsýningu leikverksins Waiting for Godot í New York á sunnudagskvöld.
Þetta verður þriðja barn hjónanna sem giftu sig árið 2013. Þau eiga fyrir sex ára gamla dóttur og fjögurra ára gamlan son.
Culkin er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Roman Roy í dramaþáttaröðinni Succession, en fyrr á árinu hlaut hann sín fyrstu Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni A Real Pain.
Í þakkarræðu sinni á Óskarsverðlaunahátíðinni rifjaði Culkin upp að hann og eiginkona hans hefðu gert veðmál rúmu ári áður: ef hann ynni verðlaunin myndu þau eignast fleiri börn. Nú virðist sú spá vera að rætast.
Myndband af ræðu leikarans má sjá hér að neðan:
Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Ekki gera veður út af hlutunum það gerir bara illt verra. Það líta ekki allir sömu augum á málið.
Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Ekki gera veður út af hlutunum það gerir bara illt verra. Það líta ekki allir sömu augum á málið.
