Alma Möller sigraði ballskákina

Sam­fé­lags­miðlar ís­lensks stjórn­mála­fólks eru alltaf und­ir smá­sjá og því sem þar fer fram gert skil með reglu­bundn­um og skemmti­leg­um hætti í Spurs­mál­um. Yf­ir­ferðina má í heild sinni sjá í meðfylgj­andi mynd­skeiði eða í rituðu máli hér að neðan.

Allir kátir í kjördæmaviku

Ok vá, kreisí vika að baki sem einkenndist svo sannarlega að hæðum og lægðum þar sem sorg og gleði mættust. Fall Play setti sinn svip á andrúmsloftið og stemninguna í samfélaginu en góðu fréttirnar eru þær að í vikunni stóð yfir kjördæmavika hjá þinginu og þeir dagar eru sko eitthvað allt annað en gleðisnauð sorg. Þingmannahjörðin fær þá að leika lausum hala og upplifa glás af gleði í kjördæmum sínum vítt og breitt um allar trissur.

Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra er margt til lista lagt.
Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra er margt til lista lagt. mbl.is/Eyþór

Guðmundur Ari og Alma Möller í ballskák

Gummari og Alma Mö skemmtu sér alla vega mjög vel í vikunni og greinilegt að Alma leyni svolítið á sér en hún rústaði Gummara í ballskák. Sennilega hafa þau gerst svo alþýðleg í kjördæmavikunni og gert sér heimsókn á einhverja snóker- og poolstofu því þar hreyfast jú hjól atvinnulífsins svo sannarlega.

Skjáskot/Instagram

Kærkomið uppbrot á venjubundnum þingstörfum 

Inga Sæland var ekki síður í stuði í kjördæmaviku enda eru svona daga uppbrot kærkomin hjá jafn líflegum einstaklingum og henni. Sjáið bara hvað henni þótti framandi að fá að munda handjárn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en það er alveg ómögulegt að lesa í svipinn á henni og vita hvað er að fara í gegnum hausinn á henni á meðan. Er hún hrædd eða spennt eða? Já, ég get alla vega sagt ykkur það að við erum ekki spennt fyrir tillögu hennar að yndislestri vikunnar - vönduð og vel skrifuð grein eftir þýska stálið, Þórð Snæ Júlíusson. Já, bara sama og þegið elsku Inga.

Skjáskot/Instagram

Marseruðu um allt syngjandi og trallandi

En svo tókst Ingu að espa Jón Gnarr upp, eða kannski var það hann sem espaði hana upp. Æji ég veit það ekki. Þetta er allt sama súpan af fullorðins ADHD sem má alls ekki gelda niður með lyfjum. Þjóðin þarf á uppátækjum þessara gleðisprengja að halda. Það er löngu orðið ljóst. En alla vega, þá voru þau í bæði í gír og marseruðu, dönsuðu og sungu um hvern krók og kima í Reykjavíkurkjördæmi suður. Var ég búin að segja gleðisprengjur?! Þau eru svo æðisleg.

Jón í gervi

Jón Gnarr skellti sér líka í hlutverk lögreglumanns og tók einhverjar senurnar í því gervi getur maður gefið sér. Svo var hann mættastur á miðnæturopnun Smáralindar til að vera viðstaddur opnunarhátíð Bleiku slaufunar. Að sjálfsögðu var hann bleikastur og flottastur og hefði áreiðanlega sést utan úr geimnum ef hann hefði ekki gert alla sjóveika með þessu myndskeiði.

Skjáskot/Instagram
View this post on Instagram

A post shared by Jón Gnarr (@jongnarr)

„Bara ég og strákarnir“

K-Frost fékk líka að testa löggubúning og tekur sig alveg einstaklega vel út. Hún myndi sóma sér vel í hvaða búningi sem er, hún er bara einhvern veginn þannig. Í vikunni tjillaði hún með forsætisráðherrum Bretlands, Kanada og Ástralíu og naut sín vel í þeirri karlasúpu og ekki var annað að sjá en að þeir hafi notið sín líka. Og útsýnisins. Ekki að ástæðulausu að K-Frost endaði á listanum góða í vikunni - ein af 100 áhrifamestu einstaklingum heims. Næstum því eins og vera bæjarstjóri einhvers staðar í Bandaríkjunum. En við erum stolt af Strúnu okkar.

Skjáskot/Instagram
View this post on Instagram

A post shared by Anthony Albanese (@albomp)

Tíu ár frá afnámi hafta

Simmi Dabbi horfði í baksýnisspegilinn og minntist að tíu eru frá því að hann losaði gjaldeyrishöftin. Mikið sem hann er ánægður með sig kallinn og má líka bara alveg vera það.  Takk fyrir þig Simmi Dabbi.

Þorgerður Katrín á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Togga Gunn var á faraldsfæti í vikunni eins og vanalega og talaði fyrir tómum sal á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hellað góð ræða hjá kellunni sem fáir heyrðu því fámennt virðist hafa verið í salnum. Jæja, bara upp, upp og áfram hérna. Koma svo!

Lýsti strax yfir Beggasakni 

Hinn nýfimmtugi Beggi Óla ákvað um helgina að halda afmæliskórónunni á hausnum á sér en leggja þingflokksformannskórónuna á hilluna. Það verður sko mikill söknuður af Begga í því hlutverki get ég sagt ykkur og það staðfesti líka Hildur Sverrisdóttir sem henti í mega sæta myndafærslu í kjölfar fregnanna og lýsti strax yfir Beggasakni. 

Hvor þeirra hreppir hnossið?

Hins vegar etja þeir nú kappi um varaformannskórónuna þeir Miðflokksmenn, Beggi beibí og Snúlli Másson. Hörkuslagsíða þeirra á milli, nei ég meina slagur, hörkuslagur! En hver var eiginlega varaformaður áður? Var Simmi Dabbi bæði formaður og varaformaður? Þetta er allt á huldu. Voða dularfullt. En verður Sigga And þá ekki bara þingflokksformaður? Æji, bara allt nema Karl Gauti. Ekki Karl Gauti, ég bið ekki um meira. 

Huggulegheit hjá Sönnu

Sanna lá undir feldi eða alla vega teppi í vikunni. Ætli hún fari ekki fram fyrir VG í næstu kosningum - Svandís og félagar eru alla vega með einhverju smá lífsmarki þessa dagana.. Spennandi.

Guðrún og Dagur flengd

Ísdrottningin úthúðaði miðborginni í vikunni og fékk bágt fyrir frá fyrrverandi borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni, sem bauð henni í göngutúr um borgina svo hann gæti nú sýnt henni meistaraverk sín; túristagildruna og líflausar byggingar, sem eru Guðrúnu ekki að skapi. Hún gat auðvitað ekkert þegið göngutúraboðið því hún var að „liffa og njódda“ í útilegu eins og maður gerir svona á haustin. Heyrðu svo bara kom Þórhallur Guðmundsson, eins og þruma úr heiðskíru lofti og flengdi þau bæði, þau Guðrúnu og Dag, á beran bossann. Það var þörf á því. Takk Þórhallur.

Öll ljós kveikt en enginn heima?

Fleiri flengingar áttu sér stað í vikunni en Jón Pétur Zimsen sá ekkert annað í stöðunni en að hýða menntamálaráðherrann Guðmund „æm a verí gúd morning“ Inga fyrir að byggja yfirbygginguna fyrst og grunninn svo. Ég meina já, meikar sens. 

Stefnuræðubingóið að gefa 

Stefnuræðubingóið góða sem Alþingi hrinti af stað við þingsetningu gerði allt vitlaust og fór þátttakan fram úr björtustu vonum, sagði enginn aldrei. En bingó þátttakan borgaði sig fyrir Heiðrúnu Völu, sem fékk einkahústúr um þingið að launum. Vúhúúú.

View this post on Instagram

A post shared by Alþingi (@althingi)

Skráning er hafin!

Heyrðu svo er skráning hafin á landsþing Miðflokksins. Ókei litla veislan. Það er ekki hægt að láta sig vanta á það. SJÁUMST ÞAR!

Nýjasti þáttur Spursmála er aðgengilegur í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney