Dregur sig í hlé frá tónleikaferðalagi Oasis vegna krabbameins

Bonehead á tónleikum ásamt Oasis-bræðrunum.
Bonehead á tónleikum ásamt Oasis-bræðrunum. Getty images/Mike Koppola

Paul „Bonehead“ Arthurs, gítarleikari og stofnmeðlimur bresku hljómsveitarinnar Oasis, neyðist til að draga sig í hlé frá endurkomutúr sveitarinnar eftir að hafa greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein.

Bonehead greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni og sagði að hann hefði greinst fyrr á árinu en brugðist vel við meðferð.

Hann tók þó fram að hann þyrfti að taka sér hlé og sleppa tónleikum í Seúl, Tókýó, Melbourne og Sydney.

„Mér þykir mjög miður að missa af þessum tónleikum en mér líður vel og ég verð tilbúinn aftur fyrir Suður-Ameríku,“ sagði hann.

Tókst á við krabbamein árið 2022

Bonehead, hefur áður tekist á við krabbamein árið 2022.

Hann hætti tímabundið í sveitinni árið 1999 en sneri aftur þegar Gallagher-bræðurnir hófu endurkomu sína.

Arthurs hvatti aðdáendur til að njóta tónleikanna á næstu vikum og lofaði að stíga aftur á svið með sveitinni í nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Steindór Ívarsson
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Steindór Ívarsson
5
Unnur Lilja Aradóttir