Maðurinn á bak við hryllinginn

Charlie Hunnam þurfti að leggja mikið á sig.
Charlie Hunnam þurfti að leggja mikið á sig. AFP/Frederic J. Brown

„Martraðirnar gengu yfir mig áður en ég hófst handa. Um stund velti ég fyrir mér hvort mér hefðu orðið á hræðileg mistök, þegar ég byrjaði að grafast fyrir um og áttaði mig á því hversu viðurstyggilegt sumt af því sem hann gerði var.“

Þetta segir breski leikarinn Charlie Hunnam um sitt nýjasta hlutverk í samtali við tímaritið Variety en hann leikur raðmorðingjann alræmda Ed Gein í þriðju seríunni af sjónvarpsmyndaflokknum Monster sem kominn er inn á streymisveituna Netflix. Áður höfum við fengið að kynnast Jeffrey Dahmer og Menendez-bræðrunum.

Skín í manneskjuna

Eftir því sem leið á ferlið fór Hunnam að sitja betur í karakternum enda segir hann frásögninni í senn ætlað að draga upp mynd af manninum og voðaverkum hans. „Allur hryllingurinn er þarna en líka maðurinn á bak við hann. Það skín aðeins í, ég segi ekki blíðuna, en í manneskjuna í honum. Hann er eitt af þessum blíðari skrímslum. Skrímsli án nokkurs vafa en hann á sér líka mýkri hlið.“

Raðmorðinginn Ed Gein.
Raðmorðinginn Ed Gein.

Hunnam lagði mikið á sig, létti sig  m.a. um 13 kg, og kveðst oftar en ekki hafa þurft að taka vinnuna með sér heim. Það hlýtur að reyna á heimilislífið að hafa löngu látinn raðmorðingja við eldhúsborðið. Við erum að tala um mann sem drap ekki bara fólk, heldur stundaði einnig grafarrán og safnaði líkamsleifum fólks og gerði úr þeim grímur og búninga sem hann spókaði sig í heima.

Nánar er fjallað um Monster: The Ed Gein Story í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Steindór Ívarsson
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Steindór Ívarsson
5
Unnur Lilja Aradóttir