Raunveruleikastjarnan Gerry Turner, sem er best þekktur fyrir þátttöku sína í The Golden Bachelor, hefur fundið ástina á ný.
Turner skildi við Theresu Nist eftir aðeins þriggja mánaða hjónaband í apríl í fyrra. Hann hafði beðið hennar í lokaþætti The Golden Bachelor, sem sýndur var 30. nóvember 2023, og þau giftu sig síðar í beinni útsendingu í janúar 2024.
Á föstudag greindi Turner, sem er 74 ára, frá gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni.
„Við erum með STÓRAR fréttir. Gullpiparsveinninn er ekki lengur á lausu. Ég fann hinn fullkomna sálufélaga og hún sagði „JÁ“. Ég elska þessa konu,“ skrifaði hann við mynd af sér og unnustu sinni, Lönu Sutton.
Turner var áður giftur æskuástinni sinni, Toni Turner, frá árinu 1974. Þau voru hamingjusamlega gift í 43 ár og eignuðust tvær dætur, Angie og Jenny, sem hvöttu föður sinn til að taka þátt í þættinum. Eiginkona hans lést árið 2017 eftir erfið veikindi.
Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
