Svona lítur Sisqó út í dag

Hver man ekki eftir Sisqó?
Hver man ekki eftir Sisqó? Skjáskot/Youtube

„That thong (th-thong-thong-thong)…“ – ef þessi orð hringja einhverjum bjöllum, þá ertu líklega af þúsaldarkynslóðinni og hefur dillað þér á dansgólfinu, hvort sem það var á skólaballi, á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur eða jafnvel á stofugólfinu heima fyrir framan sjónvarpið.

Þegar Thong Song með hinum eina sanna Sisqó kom út árið 1999 vakti poppsmellurinn mikla athygli og náði gríðarlegum vinsældum á skömmum tíma. Lagið var grípandi, eftirminnilegt og sannur eyrnaormur sem gerði það nær ómögulegt að standast freistinguna að syngja og dansa með.

Rétt eins og Sisqó skaust upp á stjörnuhimininn á methraða með lag sem dásamar g-strengi, hvarf hann fljótt aftur úr sviðsljósinu. Hann sló í gegn – en svo virtist hann hverfa jafnhratt.

En hvar er Sisqó í dag? Til að svara því er best að byrja á byrjuninni.

Tónlistarhæfileikar hans komu fljótt í ljós

Sisqó, sem heitir réttu nafni Mark Althavean Andrews, fæddist 9. nóvember 1978 í tónlistarborginni Baltimore í Bandaríkjunum. Hann ólst upp í fjölskyldu sem hafði ekki mikið á milli handanna og barnæska hans einkenndist af því að þurfa að vinna hörðum höndum til að skapa sér framtíð.

Tónlistarhæfileikar Sisqó komu snemma í ljós. Hann tók þátt í kórastarfi og ýmsum tónlistarverkefnum í grunnskóla, auk þess sem hann byrjaði að semja sín eigin lög. Á unglingsárunum voru það einkum R&B og hipphopp – tónlistarstefnur sem nutu gríðarlegra vinsælda á þessum tíma – sem heilluðu hann mest.

Það var einmitt á þessum árum sem hann kynntist þeim félögum sem síðar myndu með honum stofna R&B-sveitina Dru Hill.

Frægðin bankaði á dyr

Dru Hill gaf út sína fyrstu plötu árið 1996 sem vakti mikla athygli og innan skamms var sveitin farin að fylla tónleikahallir víðs vegar um Bandaríkin. Dru Hill setti sterkan svip á R&B-tónlistarsenuna og hefur tónlist þeirra oft verið borin saman við Boyz II Men.

Þrátt fyrir velgengni Dru Hill sóttist Sisqó eftir að prófa sig áfram sem sólólistamaður. Árið 1999 gaf hann út fyrstu sólóplötu sína, Unleash the Dragon. Á henni var að finna hið sígilda lag, Thong Song.

Lagið náði í 2. sæti á Billboard Hot 100-listanum og gerði Sisqó að súperstjörnu á einni nóttu.

Platan seldist í milljónum eintaka og tryggði honum fjórar Grammy-tilnefningar.

Hvað gerðist?

En eftir velgengni Thong Song fór að halla undan fæti hjá Sisqó. Önnur plata hans náði litlum vinsældum og í kjölfarið sagði bandaríska útgáfufyrirtækið Def Soul Recordings upp samningi við hann.

Til að halda í frægðina reyndi hann fyrir sér í raunveruleikasjónvarpi, meðal annars með þátttöku í Celebrity Big Brother í Bretlandi árið 2010. Síðustu ár hefur hann þó að mestu haldið sig utan sviðsljóssins, en kemur reglulega fram með Dru Hill.

Giftur þriggja barna faðir

Sisqó er í dag 46 ára gamall, giftur og þriggja barna faðir. Hann er búsettur ásamt fjölskyldu sinni í Minneapolis.

Sisqó er mikill fjölskyldumaður. Hann er giftur Elizabeth Pham og …
Sisqó er mikill fjölskyldumaður. Hann er giftur Elizabeth Pham og saman eiga þau tvö börn. Þá á hann einnig dóttur úr fyrra sambandi. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney