Charlize Theron lítillækkaði Johnny Depp

Charlize Theron og Johnny Depp þegar þau mættu á sýningu …
Charlize Theron og Johnny Depp þegar þau mættu á sýningu Dior á tískuvikunni í París. Samsett mynd//Anna KURTH / AFP

Leikkonan Charlize Theron sýndi leikaranum og fyrrverandi samstarfsfélaga hennar, Johnny Depp, lítilsvirðingu á sýningu vor- og sumarlínu Dior 2026 á tískuvikunni í París, sem fram fór í lok september.

Theron gekk að Bernard Arnault, forstjóra LVMH, og Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, og heilsaði þeim. Hún hins vegar sneri sér í burtu þegar Depp, sem stóð við hlið Macron, ætlaði að heilsa henni.

Getgátur eru uppi um af hverju Theron, sem lék á móti Depp í kvikmyndinni The Astronaut's Wife (1999), hafi ekki heilsað honum og að hugsanlega hafi málaferli á hendur honum í tengslum við heimilisofbeldi gegn fyrrverandi eiginkonu hans Amber Heard árið 2018 verið ástæðan.

Heimildarmaður Page Six heldur því aftur á móti fram að erilsamt hafi verið á viðburðinum og þess vegna hafi leikkonan ekki tekið í spaðann á Depp.

View this post on Instagram

A post shared by WWD (@wwd)

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson