Tjáir sig í fyrsta skipti eftir handtökuna

Melissa og Tye ásamt börnunum sínum.
Melissa og Tye ásamt börnunum sínum. Skjáskot/Instagram

Melissa Rycroft Strickland úr 13. þáttaröð The Bachelor (2009) var handtekin 23. september í Southlake, Texas, fyrir akstur undir áhrifum. Strickland keyrði á tré á svörtum Cadillac Escalade. 

Vitni sagðist hafa séð bílinn rásandi á veginum stuttu fyrir áreksturinn.

Strickland gekkst undir áfengis- og lyfjapróf á staðnum áður en hún var flutt í Keller-fangelsið í Texas. Engir aðrir bílar lentu í áreksturinn og enginn annar slasaðist. Strickland var látin laus gegn 1.000 dala tryggingu með loforði um að mæta fyrir dóm daginn eftir. 

Aðdáandi Strickland sendi henni hvatningu á Instagram, sem Strickland svaraði: „Takk fyrir. Lífið er ömurlegt akkúrat núna og ég er að basla, en ég reyni að halda áfram ... En takk fyrir falleg orð í því sem virðist vera heimi neikvæðninnar ...“

Strickland var áður klappstýra Dallas Cowboys og var í Bachelor-þáttunum með Jason Mesnick. Hún játaðist honum en síðar hætti hann við bónorðið í beinni og tók saman við núverandi eiginkonu sína Molly Mesnick, sem einnig var í þáttunum. Strickland hefur einnig komið fram í Dancing with the Stars. Hún á þrjú börn með eiginmanni sínum Tye Strickland og halda þau úti sínum eigin raunveruleikaþætti Melissa & Tye.

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Sandra B. Clausen
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Sandra B. Clausen
5
Steindór Ívarsson