Vill ekki sjá gervigreindarmyndbönd af föður sínum

Zelda Williams er ekki sátt við að gervigreind sé nýtt …
Zelda Williams er ekki sátt við að gervigreind sé nýtt til að heiðra minningu föður síns. Samsett mynd

Zelda Williams, dóttir leikarans heitins Robin Williams, hefur beðið aðdáendur föður síns um að hætta að senda sér gervigreindarmyndbönd þar sem rödd og útlit hans eru endursköpuð.

Í færslu á Instagram Story sagði Zelda að hún væri orðin þreytt á að fá slíkt efni sent.

„Vinsamlegast, hættið bara að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba,“ skrifaði hún og bætti við að þetta væri heimskulegt, sóun á tíma og orku og alls ekki það sem hann hefði viljað.

Hún líkti myndböndunum við „ofurunnar pylsur úr lífi mannvera“ og sagði að það væri „ógeðslegt“ að sjá arfleifð raunverulegs fólks notaða til að framleiða TikTok-rusl.“

Zelda, sem er 36 ára, gagnrýndi jafnframt þá sem kalla gervigreind „framtíðina“ og sagði að hún væri í raun aðeins endurvinnsla fortíðarinnar.

Leikkonan og leikstjórinn sem nýlega stýrði myndinni Lisa Frankenstein hefur áður tjáð sig um notkun gervigreindar í kvikmyndaiðnaðinum. Hún hefur varað við því að endursköpun látinna leikara án samþykkis sé bæði ósiðleg og ógn við listina.

„Lifandi leikarar eiga skilið að skapa persónur með sínum eigin röddum og ákvörðunum,“ sagði hún.

Robin Williams, einn ástsælasti leikari sinnar kynslóðar, fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu þann 11. ágúst 2014. Hann var 63 ára.

Daily Mail

Færslu Zeldu Williams.
Færslu Zeldu Williams. Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Steindór Ívarsson
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Vertu vakandi yfir breytingum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Christina Lauren
2
Patricia Gibney
4
Steindór Ívarsson
5
Unnur Lilja Aradóttir