Búninga- og gervihönnuðir, ásamt förðunarfræðingum, spila mjög stórt hlutverk þegar kemur að sköpun sögupersóna og heildarútliti kvikmynda. Þeir þurfa vitaskuld að lesa handritið í þaula til að átta sig á hvað hvers lags týpur er unnið með, tímabil, menningu og annað sem við kemur kvikmyndinni. Þeir vinna náið með leikstjórum í sköpun sinni og eins með leikurum. Þeir bera ábyrgð á að í gegnum kvikmyndina sé búningur, förðun og gervi í takt við senur og tökur.
E News tók saman nokkrar af bestu breytingum á Hollywood-leikurum í kvikmyndum sem hafa unnið til eða verið tilnefndir til Óskarsins:
Breski leikarinn bætti á sig rúmum 18 kílóum fyrir tilnefnda frammistöðu sína í kvikmyndinni American Hustle (2013) og u.þ.b. sama kílóafjölda sem Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, í Vice (2018). Hann létti sig fyrir Ford v Ferrari (2019) og hafði gert það áður fyrir kvikmyndina The Fighter (2011), þegar hann létti sig um rúm 13 kíló.
Samkvæmt tímaritinu Variety var lagst í umtalsverðar breytingar á útliti leikkonunnar Glenn Close fyrir hlutverk hennar sem Mamaw Vance í kvikmyndinni Hillbilly Elegy (2020). Förðunarfræðingurinn og gervahönnuðurinn Matthew Mungle lét útbúa nef og par af eyrum til að ná fram rétta útlitinu. Leikkonan var tilnefnd til Óskarsins fyrir hlutverkið.
Theron hlaut Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt sem vændiskonan og raðmorðinginn Aileen Wuornos í kvikmyndinni Monster (2004).
Leikarinn fer með hlutverk Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í The Apprentice (2024). Það var sami förðunarfræðingurinn og hárstílistinn sem sá um útlit Stans í kvikmyndinni og breytti honum í rokkarann Tommy Lee í Pam & Tommy (2022). Hann bætti á sig sjö kílóum fyrir hlutverkið.
Ledger hlaut Óskarinn fyrir framúrskarandi frammistöðu sína sem Jókerinn í annarri kvikmynd Christophers Nolans, The Dark Knight (2008), í Batman-trílógíunni. „Þú ímyndar þér förðun trúðs og í flestum tilfellum er línurnar skarpar. En þetta þurfti að vera í algjörri andstöðu við það,“ sagði förðunarfræðingurinn John Caglione Jr.
Robbie, sem lék Barbie í samnefndri kvikmynd, fór eftirminnilega með hlutverk skautadrottningarinnar Tonyu Harding í kvikmyndinni I, Tonya (2017).