Steiney Skúladóttir, Reykjavíkurdóttir, spunaleikkona og sketsahöfundur með meiru, gerði grín að orðum leikstjórans Baldvins Z í stuttu myndskeiði sem hún birti á TikTok-síðu sinni í gær.
Myndskeiðið sýnir Steineyju, ásamt þremur öðrum, hrista hausinn þegar leikstjórinn Baldvin Z talar um krefjandi dag á tökusetti og notar þar dæmi sem hefur vakið athygli.
Baldvin Z var í viðtali í Síðdegisútvarpinu á RÚV á mánudag ásamt Sigurgeiri Arinbjarnasyni, brellumeistara, þar sem þeir ræddu um notkun gervigreindarleikara og framtíð kvikmyndagerðar.
Í samtalinu nefndi Baldvin að leikstjórar þyrftu oft að bregðast við ófyrirséðum aðstæðum á tökustað og sagði meðal annars:
„Þú getur verið með konu sem er bara á, þú veist, á túr og hún er bara í vondu skapi þennan dag og við þurfum bara að díla við það á setti.“
Steiney skrifar við myndskeiðið: „Baldvin Z hefur lent í hræðilegum hlutum á setti.“
Myndbandið hefur vakið mikla athygli og fengið hátt í 18 þúsund áhorf á innan við sólarhring.
Baldvin Z er meðal annars þekktur fyrir kvikmyndina Lof mér að falla og þáttaraðirnar Ófærð og Svörtu sanda, auk fjölda annarra verkefna.
Myndbandið sem um ræðir má sjá hér að neðan:
@steiney_skula Baldvin Z hefur lent í HRÆÐILEGUM HLUTUM á setti!!
♬ original sound - Steiney Skúladóttir
Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað.
Vertu vakandi yfir breytingum.
Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað.
Vertu vakandi yfir breytingum.
