Victoria Beckham segir sína hlið á framhjáhaldsskandalnum

Það virðist ekkert geta komið upp á milli Victoriu og …
Það virðist ekkert geta komið upp á milli Victoriu og David Beckham. Skjáskot/Instagram

Í nýju viðtali við tímaritið Elle talar hönnuðurinn og fyrrum Kryddpían Victoria Beckham opinskátt um hjónaband sitt og knattspyrnugoðsins Davids Beckham. 

David og Victoria eignuðust fyrsta barnið, soninn Brooklyn í mars 1999. Fjórum mánuðum síðar giftu þau sig í írskum kastala. Það má segja að 1999 hafi verið ansi viðburðarríkt í lífi þeirra því sama ár náði David þrennu með Manchester United þegar liðið sigraði bresku úrvalsdeildina, enska bikarinn og meistaradeild Evrópu.

Ýmislegt hefur dunið á fjölskyldunni, þótt velgengni hafi verið hvað mest áberandi þegar kemur að Beckham-hjónunum. Samband Brooklyn Beckham og Nicolu Peltz Beckham er sagt hafa valdið ósætti innan fjölskyldunnar svo Brooklyn talar ekki lengur við foreldra sína og var t.a.m ekki viðstaddur fimmtugs afmæli föður síns. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem er íslenskur auðmaður, var hinsvegar í afmælisveislunni. 

Á rauða dreglinum í London 2023. David Beckham fyrir miðju …
Á rauða dreglinum í London 2023. David Beckham fyrir miðju ásamt Victoriu Beckham og börn þeirra og makar f.v. Mia Regan, Romeo Beckham, Cruz Beckham, Harper Beckham, Brooklyn Beckham og Nicola Peltz (áður en allt fór í háa loft). HENRY NICHOLLS / AFP

Framhjáldsskandallinn

Victoria segir við Elle: „Auðvitað breytist fólk. Þú ert ekki sama manneskjan um tvítugt og um fimmtugt.“ Þar vísar Victoria í erfitt mál sem lifði lengi vel í heimspressunni.

Stuttu eftir að Beckham-hjónin eignuðust fyrsta barnið lagði stúlknabandið Kryddpíurnar upp laupana og Victoria hóf sólóferil sem náði aldrei neinum hæðum. Þau eignuðust soninn Romeo 1. september 2002, um það leyti sem David var á hátindi ferilsins. 

Í september 2003 var David spottaður með konu á næturklúbbi í Madríd, sem reyndist vera aðstoðarkona hans, Rebecca Loos. Slúðurblöðin höfðu ekki undan af að dæma hjónaband Victoriu og Davids dautt. 

Hin hollenska Rebecca Loos er gift norskum lækni, Sven Christjar …
Hin hollenska Rebecca Loos er gift norskum lækni, Sven Christjar Skaiaa og á með honum tvö börn. Hún starfaði áður sem fyrirsæta og aðstoðarkona Beckham-hjónanna en er í dag jógakennari og nuddari. Skjáskot/Instagram

Það var svo í apríl 2004 sem birtist grein um meint framhjáhald Davids í News of the World. Því var haldið fram að Rebecca og David hefðu átt í frekari samskiptum á Spáni, sem bróðir Rebeccu staðfesti síðar. Victoria gerði sér lítið fyrir og hafði samband við Rebeccu og sagði henni að halda sig fjarri. Á meðan David neitaði ásökunum hélt Rebecca málinu til streitu í fjölmiðlum, hún sagðist þó vonast til að hafa ekki eyðilagt hjónabandið, sem hún gerði vissulega ekki.

Victoria varð ólétt að þriðja barninu þeirra í ágúst 2004 og fæddist Cruz í febrúar 2005, í Madríd. Sex árum síðar fæddist þeim dóttirin Harper Seven. 

Það var síðast í mars á þessu ári sem Rebecca var í viðtali við 60 Minutes Australia og talaði þar um skandalinn. 

„Ég hef haldið mig við sannleikann, ég hef aldrei ýkt. Ég laug aldrei til um neitt. Af hverju? Vegna þess að ég fer upp á móti sterkasta, valdamesta fólkinu í fjölmiðlum. Og allt sem ég hafði mér við hlið var sannleikurinn.“

E News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að pæla hvað fólki finnst í alvöru um þig, þá finnur þú líklega nú þegar fyrir hugsunum þeirra. Samræður við maka þinn gætu leitt til þess að hann taki til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney