Gekk að eiga sinn heittelskaða eftir tíu ára samband

Sara Bareilles.
Sara Bareilles. Ljósmynd/Jamie McCarthy

Bandaríska leik- og söngkonan Sara Bareilles og unnusti hennar, leikarinn Joe Tippett, gengu í hjónaband um helgina í fallegri athöfn úti í skógi á ónefndum stað.

Bareilles, sem er 45 ára, staðfesti gleðitíðindin með myndaröð sem hún birti á Instagram-síðu sinni í gær. Myndirnar sýna hana í glæsilegum hvítum kjól með hárri klauf og með fallegan brúðarvönd í haustlitunum.

Hundur þeirra, Louie, stal senunni sem svaramaður, klæddur dimmbláum jakka og rauðri slaufu.

Fjölmargar Hollywood-stjörnur hafa óskað brúðhjónunum til hamingju á samfélagsmiðlum, þar á meðal Cecily Strong, Hilary Swank, Busy Philipps og John Legend.

Bareilles og Tippett kynntust árið 2015 við gerð söngleiksins Waitress. Þau opinberuðu samband sitt þegar þau mættu saman á Tony-verðlaunahátíðina árið 2017. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að gera málamiðlanir í vinnunni í dag. Ef munurinn er umtalsverður veistu hvað þú átt að velja, og ef hann er lítill skiptir ekki máli hvað þú ákveður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson