Bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Zolciak, einna þekktust sem ein af húsmæðrunum í The Real Housewives of Atlanta, lét fjarlægja freknur úr andliti dóttur sinnar, Ariönu Biermann, með laser þegar hún var aðeins 14 ára gömul, og það án samþykkis hennar.
Biermann, sem nú er 23 ára, greindi frá þessu í myndskeiði sem hún birti á Instagram-síðu sinni í gær. Þar sést hún farða sig og teikna á sig freknur, eitthvað sem hún segist gera í hvert sinn sem hún farðar sig, þar sem hún sakni þeirra.
„Ég elskaði freknurnar mínar,“ sagði Biermann og bætti við að hún hefði ekki vitað að þær hefðu verið fjarlægðar fyrr en vinkona hennar spurði: „Stelpa, hvar eru freknurnar þínar?“
Í framhaldi sagðist Biermann hafa spurt snyrtifræðing sinn út í málið, sem hafi svarað: „Mamma þín sagði mér að þér líkaði ekki við þær og að þú vildir að ég fjarlægði þær í meðferðinni – þú veist, með laser.“
Biermann lýsti því að hún hefði verið í áfalli, þar sem hún hefði alltaf elskað freknurnar sínar. Hún bætti við að hún væri enn með nokkrar freknur eftir, þó aðeins öðrum megin í andlitinu, og kallaði athæfi móður sinnar „geðveikislegt“.
Zolciak virtist ekki taka myndskeiðið alvarlega og birti níu hláturgrátandi broskalla undir færslu dóttur sinnar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samband mæðgnanna vekur athygli. Í sumar greindi Biermann frá því að móðir hennar hefði eytt öllum peningunum sem hún þénaði sem barn, sem Zolciak viðurkenndi síðar og sagðist hafa notað til að greiða reikninga fjölskyldunnar á erfiðum tímum.
Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað.
Vertu vakandi yfir breytingum.
Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað.
Vertu vakandi yfir breytingum.
